07.06.2010 23:21

Blíðan og fleira..............



Þetta er hann Hellir litli Aldursson sem naut þess að slaka á í sólinni.

Bráðlát kastaði jarpstjörnóttu hestfolaldi þann 5 júní faðirinn er Stikill frá Skrúð.
Næst er að finna gott nafn á gripinn kannske það verði bara Fúsi hver veit ????



Hér eru Bráðlát og Stikilssonurinn ég smelli fljótlega inn betri myndum....... varð batterílaus.

Veðrið hefur verið yndislegt hér í Hlíðinni síðustu daga 20 stiga hiti sól og logn.
Gestirnir eru komnir á tjaldstæðin og veiðimennirnir mættir á bakkann allt að verða sumarlegt.
Hér er bara girt, gert og græað eins gott að nota tímann vel á meðan hrossin eru að jafna sig.
Skrítið að vera ekki að þjálfa á fullu núna í þessari blíðu:(

Núna eru bara  8 kindur eftir að bera og stór hluti af fénu er komið í fjallið þannig að þetta er alveg að verða búið. Alltaf er maður nú jafn feginn þegar blessaður sauðburðurinn er búinn.

Launaskerðingin okkar rölltir hér um sveitir að mestu óáreytt, glottir útí annað, blessar kreppuna og pólutíska friðunarsinna. Lág samt ein í valnum hér fyrir stuttu en nóg er eftir samt, vonandi eru ,,gömlu,, skytturnar hér um slóðir ekki alveg búnar að leggja upp laupana.
Já lambakjöt er gott það get ég tekið undir.