28.05.2010 01:51

Folöld.........



Jæja þá er það smá sýnirhorn af fæddum folöldum hér í Hlíðinni.
Þetta er hryssan Auðséð frá Hallkelsstaðahlíð faðir er Sporður frá Bergi og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð. Fyrir á ég tvær skjóttar hryssur sem að heita Fáséð og Sjaldséð svo að þetta nafn var nokkuð sjálfsagt í Skjónusafnið. Auðséð fæddist 22 maí.



Hér er Hellir frá Hallkelsstaðahlíð hann er undan Aldri frá Brautarholti og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð. Hann var svolítið feiminn og frekar lítið fyrir myndatökur.



Þá er hér næstur Kalsi frá Hallkelsstaðahlíð faðir er Aldur frá Brautarholti og móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð. Hann var nokkuð efnileg fyrirsæta allavega miðað við aldur, menntun og fyrri störf..............hann fæddist í morgun.



Þetta er Brák frá Hallkelsstaðahlíð faðir er Piltur frá Sperðli og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð. Brák og Hellir fæddust bæði þann 25 maí.



Og þá er það ,,folaldakóngurinn,, sem enn hefur ekki fengið nafn, hann er undan Ramma frá Búlandi og Snör frá Hallkelsstðahlíð. Á næstu dögum verður unnið markvisst í nafnavali.

Þessar myndir voru teknar svona á hlaupum en vonandi verð ég dugleg að mynda þessa gripi í sumar.

Hér hefur verið líflegt í sauðburði og ekki margar kindur eftir að bera. Ört fækkar í fjáhúsunum og þann 24 maí fóru fyrstu kindurnar út úr túninu til fjalla.
Við höfum verið heppin og fengið mikla og góða aðstoð við sauðburðinn bæði innan og utandyra, daga og nætur. Sendum okkar bestu þakkir og kveðjur til allra þeirra sem að hafa lagt okkur lið í fjárhúsunum, í eldhúsinu og bara hvar sem er.
Án ykkar værum við ennþá hrukkóttari, baugóttari, tættari............og bara enn ljótari:)
Kærar þakkir fyrir alla hjálpina.

Það eru mörg járn í eldinum þessa dagana..............
Á morgun fer ég á fund með formönnum hestamannafélaganna þar á að ræða þá stöðu sem upp er komin vegna hestapestar og varða landsmót.