04.05.2010 20:33

Sennilega væri gaman að vera Lionessa?



Það var föngulegur hópur Lionskvenna sem mætti í heimsókn til okkar á laugardaginn.
Trausti bóndi í Skógarnesi var með þeim í för og var ferðinni heitið til hans eftir heimsóknina til okkar.
Hópurinn skoðaði í fjárhúsin og hesthúsið hjá okkur en svo var sötrað saman kaffi spjallað og hlegið enda margs að mynnast frá góðum árum í Borgarnesi.



Þessum stelpum kynntist ég í Sparisjóðnum mínum góða, leikskólanum og að sjálfsögðu hestamennskunni í Borgarnesi.
Gerða, Steinunn, Íris og Lilja.



María Erla, Sigrún, Jónína og Guðbjörg ræða heimsmálin.



Og þessar voru hressar að vanda Kristín Finndís, Hanna Calla og Ingibjörg Hargrave.



Gerða, Lilja, Íris og Elva................og þið allar.........takk fyrir komuna skemmtilegu konur.