10.04.2010 09:52

Allt frá hesthúsfréttum til afmælisfrétta

Það hefur ekki verið nokkur tími til að skrifa síðustu daga, veðrið hefur verið einstaklega gott og kella svo þreytt á kvöldin að þið eruð bara heppin að hún settist ekki við skriftir.
Já þetta hafa verið frábærir dagar í hesthúsinu mikið riðið út og einnig teknir nokkrir rekstrar. Hér koma hross og fara hross alltaf eitthvað spennandi að gerast í Hlíðinni.
Það er skemmtileg fjölbreyttni í hesthúsinu núna mismundandi hross á mismunandi tamningastigum. Og ekki skemmir það fyrir að fá að kynnast hrossum undan mörgum þekktum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður.
Fyrirmyndarhestar ?????? þeir eru nokkrir eftir þessa daga, eigum við ekki að hafa þá þrjá ??
Krapi Gustsson, Léttir Randvers og Baltasar Arðsson.

Hrossaræktin er skemmtileg þó svo að hún kosti blóð, svita og tár. Þessa dagana er verið að skoða (með stóru gleraugunum) tveggjavetra folana sem fóru ekki í ,,herraklippingu,, í fyrra og meta hvort að þeir muni safna áfram eða fara í ,,herraklippingu,, hjá Rúnari dýralækni.
Þetta eru þeir Blástur sonur Gusts frá Hóli og Kolskarar frá Hallkelsstaðahlíð og Léttlindur sonur Hróðs frá Refsstöðum og Léttar frá Hallkelsstaðahlíð.
Svo eru það veturgömlu kapparnir þar hef ég nú bara gjóað augunum á tvo þá Kát minn Auðsson og Karúnarson og síðan Loga Arðsson og Léttarson. En eins og þið vitið er langt fram í júní svo að við höfum nægan.................tíma.
Já vel á minnst nú fer að styttast í að folaldaspenningurinn hefjist rétt um það bil mánuður.



Nú fer 11 apríl að bresta á og það sem meira er ,, strákurinn,, í því efra eins og við hér gjarnan segjum er að verða sjötugur. Hann ætlar að vera heima og tryggt hefur verið að hann eigi með kaffinu kallinn (hans sterkasta hlið liggur ekki svo ég viti í bakstri).
Hann yrði nú óður ef að hann vissi að ég væri að gaspra með þetta hér en eins og þið vitið þá er þetta bara svona okkar á milli. En þið sem til þekkið..............við bara sjáumst á morgun.