04.04.2010 22:30

Gleðilega páska kæru vinir.



Svona var nú veðrið gott í Hlíðinni í dag, sannarlega Drottinsblíða eins og vera ber á þessum degi.
Dagurinn var ljómandi fallegur og skemmtilegur alltaf gaman að fá góða vini í heimsókn.
Nú svo varð hann Salómon svarti 11 ára í dag eða kannske 77 ár svona miðað við kött.
Hér komu ungar dömur í röðum til að óska honum til hamingju með daginn og er ég alveg viss um að einhverjir hefðu nú öfundað hann af því kossaflensi. Hann tók því samt af karlmennsku og lét sér fátt um finnast en brúnin hefur nú stundum verði léttari.

Í gær var farið í mikla menningarferð um suðurland nánar tiltekið á Stóðhestaveislu sem haldin var í Rangárhöllinni. Síðan var farið á ístölti í Reykjavík og endað með góðri veislu áður en heim var komið.
Frábær ferð með skemmtilegu fólki takk fyrir daginn kæra samferðafólk.
Að sjálfsögðu sá ég mikið af spennandi hestum og á næstunni ætla ég aðeins að fara yfir það hér á blogginu..............bara svona fyrir mig þið skiljið.
Verð samt að lauma því hér að hvað ég varð stórhrifin af honum Stíganda frá Stóra-Hofi og ekki síður af honum Fláka frá Blesastöðum, hrifning mín af Arði frá Brautarholti hefur svo að sjálfsögðu ekkert dvínað. Nánar um þetta síðar.

Á ísnum voru þó nokkuð margir flottir en nafnið á samkomunni ,,Þeir allra sterkustu,, það var ekki alveg að gera sig.

Þar sem að ég er í páskafríi þá verður þetta ekki lengara að sinni........................