08.02.2010 21:49

Meira af þorrablóti og munið kennslusýninguna.



Jæja þá er það smá viðbót af þorrablótsmyndum, þessi mynd heitir.....stungið saman nefjum. Hjónakornin Hrannar og Björg.



Þarna er beðið eftir matnum og að sjálfsögðu var reynt að múta einum úr nefndinni.



Þarna er ráðherra ekillinn Magnús Magnússon sem að kom sterkur inn með snildar kveðskap úr eigin fórum.



Svo eru þarna fastagestir á þorrablóti Sesselja í Haukatungu og Herdís og Reynir úr Borgarnesi.



Hljómsveitinni bættist óvæntur liðsstyrkur............já þær eru efnilegar þessar flottu Hólameyjar.



Ég veit ekki eftir hverju þessar voru að bíða................en allavega átti það að koma af himnum ofan.



Og hér að lokum getið þið séð hvað fólk leggur mikið á sig til að mæta á þorrablót.........labbar sveitina á enda til að geta blótað þorra með okkur:)

Það er búið að vera líflegt í hesthúsinu og mikið riðið út, einnig eru myndir af nýjum söluhrossum í vinnslu. Margt nýtt að koma á skrá ....................þegar húsfreyjan kemur því í verk að setja inn myndir og upplýsingar. Ef að ykkur leiðist að bíða þá er bara að mæta í hesthúsið og skoða verið hjartanlega velkomin.

Að lokum vil ég benda ykkur á stórskemmtilega kennslusýningu sem haldin verður í reiðhöllinni Borgarnesi á morgun kl 20.00
Þar koma fram í samvinnu við Félag tamningamanna ungir og efnilegir reiðkennarar þau Haukur Bjarnason, Heiða Dís Fjeldsted og Randi Holaker.

Aðgangi verður stillt í hóf og er kr 1.000.- frítt fyrir 12 ára og yngri.
Skuldlausir FT félagar fá frían aðgang.
Sjáumst vonandi sem flest.