26.01.2010 22:17

Brjálaður dani og margt fleira skemmtilegtÞarna er hún Astrid að horfa á handboltaleik Noregur - Danmörk.................. það er að sjá að hann hafi verið spennandi.....................................hún er sko dani á tillidögum en íslendingur alla hina dagana............................... og þá kom mark frá Noregi.......................úff.................................þarna er hún hætt að tolla í sófanum..................sennilega er Noregur að vinna?????Jeeeeeeeeeeeeee.....................danskt mark.................... Danmörk að sigra.................Hjúkkkkkkk  þeir unnu veiiiiiiiiiiii.........................

Bara góður handboltadagur í dag fyrst unnum við svo unnu danir.

En dagurinn bauð ekki bara uppá handbolta ónei, fyrir hádegi mætti galvaskur blaðamaður í heimsókn og tók út og myndaði menn, málleysingja og málefni.
Þetta voru ekki fréttamenn frá BBC eins og mættu hingað í sumar og heldur ekki frá þorrablótsnefndinni þannig að þið verðið bara að finna út hvaða góði miðill þetta var.

Síðan í beinu framhaldi hófst mikið hestastúss þegar við sóttum hryssurnar sem að ganga úti í stóðinu og komum þeim heim. Edda dýralækinir mætti svo á staðinn og sónaði hryssurnar og staðfesti þannig hverjar væru með fyli. Útkoman var ótrúlega góð og einungis ein hryssa sem að ekki var fylfull, mjög mörg ár eru síðan útkoman hefur verið svona.
Þannig að núna liggur það fyrir á hverju við eigum von í folaldsfæðingum næsta sumar ef að Guð lofar.

Karún - Sporður frá Bergi.
Sunna - Sporður frá Bergi.
Kolskör - Aldur frá Brautarholti.
Þríhella - Aldur frá Brautarholti.
Létt - Glymur frá Innri-Skeljabrekku.
Skúta - Glymur frá Innri-Skeljabrekku.
Andrá - Þristur frá Feti.
Rák - Piltur frá Sperðli.
Snör - Rammi frá Búlandi.
Skeifa - Gosi frá Lambastöðum.
Upplyfting - Gosi frá Lambastöðum.
Dimma - Gosi frá Lambastöðum.
Bráðlát - Stikill frá Skrúð.
Tryggð - Hlynur frá Lambastöðum.
Spóla - Hlynur frá Lambastöðum.
Tign - Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð.

Alltaf gott þegar þetta er frá og komið á hreint, hefði samt þurft að vera í Reykjavík í dag til að funda með góður fólki um spennandi málefni. En svona er þetta ekki hægt að vera alsstaðar.