17.01.2010 22:12

Jæja...........Laxi hvað segir þú í dag ?



Hér er hann Laxi yfirhani í hænsnakofanum í eftirlitsferð......................



Laxi er sko ,,húsbóndi,, í sínum hænsnakofa............ alveg þangað til hann verður hræddur við eitthvað þá laumast hann á bak við hænurnar og sendir karlmennskuna í frí.
Hann er af aðalsættum og rekur uppruna sinn í gamla Borgarhreppinn.
Sönghæfileikar kappans er miklir og óspart notaðir en ég efast reyndar um að hann kunni á klukku. Allavega væri ég að fara á fætur á ansi misjöfnum tíma ef að ég færi að ráðum Tuma sem fer á fætur við fyrsta hanagal..................

Helgin hefur að mestu leiti farið í hestastúss og tamningar þó með smá sauðfjársveiflu.
Svo var tekinn góður skurkur í rakstri undan faxi og nokkrar bumbur látnar fylgja með.
Í gær komu góðir gestir og er á engan hallað þó svo að mér hafi fundist sá (sú) yngsta skemmtilegust hún var örugglega hressust um miðnættið.
 Takk fyrir komuna Kristín Eir og fylgdarfólk.

Það hefur verið vorveður og hreint ótrúlegt að koma út á morgnana í 6 stiga hita dag eftir dag, já í janúar. Ég ætla svo sannarlega að njóta þess næstu daga að ríða út í blíðu.
Eins gott að hún verði ekki afturkölluð.

Þegar ég ætlaði að velja hest dagsins vandaðist málið og margir komu til greina.
Held samt að ég velji Roða Blikason sem stóð sig með prýði í dag.