14.01.2010 22:48

Gömul folaldasýning og Fannar farinn.



Þetta eru hryssurnar Fáséð og Sjaldséð Baugsdætur frá Víðinesi að sýna sig á folaldasýningu í Söðulsholti árið 2007. Fáséð er undan Tryggð minni en Sjaldséð er undan Venus frá Magnússkógum, gæðingshryssu sem var hér í tamningu og í framhaldi af því fengum við að halda henni.
Ég var að fara í gegnum gamla myndir og rakst á myndir frá sýningunni og læt hér nokkrar fljóta með til gamans.



Þarna eru Lyftingur, Góðlátur og Vestri á sömu sýningu. Lyftingur er undan Lyftingu og Hlyn frá Lambastöðum, Góðlátur eru undan Bráðlát og Glotta frá Sveinatungu en Vestri er undan Rifu og Óði frá Brún.



Þarna hefur Vestri gefið í og ákveðið að taka stjórnina.



Þetta er hún Hlíð sem er undan Kolskör og Glym frá Skeljabrekku, myndgæðin eru nú ekki sérstök en læt hana fljóta með.

Í gær brunaði ég til Reykjavíkur á stjórnarfund hjá FT ljómandi góður fundur og alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk. Veðrið var svo gott að það jaðraði við helgispjöll að þurfa að rjúka í burtu á miðjum degi. En það var líka gott veður í dag og verður vonandi áfram enn um sinn.
Ég gaf mér tíma til að líta við á velvöldum alltof fáum stöðum sína mig og sjá aðra.

Fannar er nú kominn í Steinsholt til Mumma sem fær nú að hafa leikfangið mitt (sitt) næstu mánuðina. Það er ekki laust við að ég saknu hans heilmikið en þá er bara að snúa sér að litla bróður hans sem lofar góðu. Já við Vörður förum bara að njóta lífsins saman á næstunni.

Margt spennandi framundan nánar um það síðar....................