02.12.2009 21:23

Ferðaveðrið góða...........



Þetta er hún Rjóð litla Sunnu og Feykisdóttir að gæða sér á grænum stráum.

Þó svo að það sé víst afar hallærislegt að tala um veðrið þá ætla ég samt að gera það enda var rokið og bylurinn aðalmálið í Hlíðinni og víðar í dag. Það vildi svo til að húsfreyjan þurfti að mæta á fund hjá Umhverfis og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar í dag og veðrið ekki eins og best verður á kosið öskubylur. Húsfreyjan er orðin svo heilaþvegin af einhverju bulli um að alltaf sé versta veðrið í Hlíðinni eða að minsta kosti í gamla Kolbeinsstaðahreppi að hún rauk af stað sannfærð um að blíðan tæki á móti henni fyrir sunnan Hítará.
Ferðin byrjaði nokkuð vel með auðum vegi og engu útsýni en þegar lengra var komið varð á veginum myndarlegur skafl. Þar sem að húsfreyjan er innfædd fjallakelling lét hún bara vaða í skaflinn og gekk ferðin bara vel alveg þangað til hún fór að efast um að komast í gegn. Hik og efi eru ekki góðir ferðafélagar í ófærð síst þegar snjórinn er blautur og þungur.
Það endaði því með að húsfreyjan og sparibíllinn sátu föst á afleggjaranum og þurftu að kalla út heimavarnarliðið til að draga sig upp. Var svo haldið áfram í von um sól og blíðu  á suðrænum slóðum. Enginn var skaflinn á leiðinni í Borgarnes en rokið brjálað, útsýnið afar lítið og vegurinn......ja ég sá hann voða sjaldan.  Ég og eðalvagninn erum svo oft búin að fara þessa leið að við bara rötuðum og meira að segja komumst hjálparlaust heim. En ferðin sóttist seinnt tveir tímar í Borgarnes og einn og hálfur heim.
Og eitt mikilvægt það er ekki alltaf versta veðrið hér í fjöllunum.
Fundurinn ?????? Jú jú hann var ágætur allavega betri en veðrið.



Inngangurinn var ekki gestvænn í gær eins gott að þið vitið að það er hægt að fara bakdyramegin (hundsmegin).