29.11.2009 22:28

Vetur kallinn kominn.



Þessa fallegu mynd tók hún Astrid út um dyrnar hér heima eitt kvöldið.
Á morgun er síðasti dagur sem að sólin ætti að sjást hér í Hlíðinni á þessu herrans ári.
Hún sem sagt tekur sér frí frá því að ylja köldum Hlíðarbúum alveg þangað til 14 janúar en þá kemur hún aftur blessunin og af því tilefni eru alltaf bakaðar sólarpönnukökur hér á bæ.
Já það geta ekki allir alltaf verið sólarmegin í lífinu.



Þarna er hann Ríkur minn blessaður að viðra sig svona áður en græniliturinn breyttist í hvítt.

Veðrið hefur verið heldur betur vertarlegt hér í Hlíðinni undanfarna daga og erum við aðeins byrjuð að gefa stóðinu. Einn hópurinn hefur þó ekki sé ástæðu til að koma heimundir og unir sér einhversstaðar inní fjalli.
Við erum að bíða eftir að fá gott og bjart veður til að æða til fjalla og finna vonandi fleira fé og auðvita hesta. Annars fóru vaskir sveinar með fullt af græjum og náðu kind úr klettum á föstudaginn. Kindin sú arna fékk slæmt óþekktarkast og stökk í kletta þegar verið var að reyna að ná henni. Því miður var ég ekki með myndavélina þá en allt gekk þetta vel og allir komu heilir heim. Eins og undanfarin ár vantar okkur alltof margt fé af fjalli svo að áfram verður leitað og vonað að eitthvað komi í leitirnar.



Mig vantar í mórusafnið mitt en þarna er smá sýnishorn á leið í klippingu, helstu einkenni þessa stofns er kjötgæði, óþekkt og styggð væru öruggleg góðar í Tálkna. 



Það er alltaf góð tilfinning að sjá hjörðina aftekna á þessum tíma. Þröngt á þingi þar sem að ekki var alveg búið að klippa þegar myndin var tekin.



Að lokum Mórurnar mínar í klippingu hjá Skúla, svona........ kind númer...........sexhundruð og eitthvað. Samt allt búið núna.