21.11.2009 21:53

Hólaferðin góða.Á þessari mynd eru Mummi og hestagullið Katla frá Flagbjarnarholti.

Í gær var brunað norður að Hólum til að líta á menn og málleysingja, tilefnið var ærið tamningatryppin að klára sitt tíu vikna verkefni ,,útskrifast,, og fara til sinna heimkynna.
Það var greinilegt að það var nokkurs konar spennufall hjá nemendum eftir strembna daga.
Mér fannst að þessar tíu vikur síðan tryppin fóru norður hafa liðið mjög hratt og get því trúað því að þær hafi verið eins og örskot hjá nemendunum sem að nú voru að fara í gegnum próf með tryppin. En það var hreint ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel og sýningarnar voru flottar í dag.  Hver nemandi á öðru ári fær úthlutað tveimur tryppum og fær það verkefni að temja þau til prófs í tíu vikur. Nú í ár voru gerðar breytingar á prófunum þannig að nú verða nemendur að mæta til prófs með bæði tryppin en fá ekki að velja í hvaða próf hvert hross fer. Þetta gerir miklar kröfur til nemendanna og verða þau að ná ákveðnum einkunum til að standast prófið. Síðan fá nemendurnir úthlutað tveimur hestum sem eru a.m.k frumtamin og þjálfa þá í ákveðinn tíma. Próf á þeim er svo eftir tvær vikur, þannig að spennan er hvergi nærri búin.
Ég viðurkenni það fúslega að ég er afar stollt af mínum Mumma sem fékk frábærar einkunnir á bæði hrossin sín þau Kötlu og Ötul. Til lukku Mummi minn það var gaman að sjá til þín í dag.
Maður á að leyfa sér að vera ánægður og stolltur þegar vel gengur því þegar á móti blæs kemur maður alltaf niður á jörðina aftur.Mummi og Ötull frá Hólum í léttri Skagfirskrisveiflu.
Hvað ætli þeir séu að ræða um þessir tamningamaðurinn og eigandinn????
Eitthvað gott og skemmtilegt............. ég veðja á að fyrsti stafurinn sé KATLA................og svo var komið að kveðjustundinni............. þau eru ung og efnileg, vonandi hafa þau bæði haft gagn og gaman af samverunni og brosa bara á móti framtíðinni.Eins og áður hefur komið fram þá fóru þrír folar frá okkur sem tamningatryppi fyrir nemendur. Þarna er einn þeirra Baltasar sonur Arðs frá Brautarholti og Trillu hans Mumma með tamningamanninum sínum henni Jónu G Magnúsd. Hún hefur tamið hann síðustu tíu vikurnar og sýndi okkur síðan árangurinn af því í dag.  Ég verð að segja að ég var mjög ánægð með Baltasar og samvinnu hans og Jónu. Hann var mjúkur, sáttur og fór fallega svo leit hann rosalega vel út hjá Jónu sem að mér finnst alltaf góður vitnisburður um að verkefninu sé sinnt af alúð. Takk fyrir Jóna ég er mjög sátt. Mér hefur stundum heyrst að það sé ekki sjálfgefið að ég sé það.emoticonÞarna eru svo kapparnir Fjórðungur undan Arði frá Brautarholti og Sunnu frá Hallkelsstaðahlíð og tamningamaðurinn hans Daníel Smárason. Þeir stóðu sig með prýði á sýningunni í dag eins og þeirra var von og vísa.  Takk fyrir sýninguna Danni ég var sátt.
Þriðji folinn sem að fór norður var hann Vörður undan Arði frá Brautarholti og Tign minni frá Meðafelli, hann varð fyrir smá óhappi og slasaðist og kom heim fyrir hálfum mánuði.
Tamningamaðurinn hans var Inga Dröfn Sváfnisdóttir þeim hafði gengið mjög vel og sem betur fer gat hún fengið vinnu sína með hann metna til prófs. Vörður er allur að jafna sig og bíð ég bara spennt eftir því að halda áfram með hann. Það verður spennandi að sjá hvort að hann verður betri en stóri bróðir hans Fannar sem að hefur verið keppnis og skólahestur Mumma á Hólum. Vörður er allavega stærri. Takk fyrir þinn þátt Inga Dröfn.

Að lokum sýndi Mummi hvað Sparisjóður hafði lært í Hólavistinni og það var nú bara ýmislegt skal ég segja ykkur. En vitið þið hvað???? batteríið var bara búið svo að þið fáið engar myndir af honum núna.

Að lokum var öllum görpunum smellt uppá kerru og brunað heim í Hlíðina.
Kella var ánægð þegar allir voru komnir heim og þá var hamingjan mest að Sparisjóður var kominn á sinn stað í hesthúsinu, hef saknað hans mikið.