31.08.2009 16:55

Ungfrú Trilla Gaums......



Á þessari mynd sjáið þið hana Trillu litlu Gaums og Skútudóttir, hún fór með mömmu sinni til Glyms frá Skeljabrekku á föstudaginn. Það passaði ljómandi vel fyrir okkur að það var sónað frá höfðingjanum á föstudaginn svo að við komum heim með Létt fylfulla ca 20 daga.
 Trilla litla er bara bráð snoturt folald og sýnir allan gang en fer þó mest um á tölti.
Hún var vandlega skoðuð áður en hún fór uppá kerruna og lét sér það vel líka að fá mikla athyggli. Verður líklega eins og Snekkja systir hennar spök og stillt frá fyrsta degi.

Um helgina var ansi líflegt hjá okkur og margir litu við sumir til að veiða aðrir til að skoða hrossin sín og enn aðrir að skoða okkur og jafnvel heimalingana. Bara gaman að sjá ykkur.

Við vorum líka svo heppin að hún Hildur kom hérna vestur og hélt uppá afmælið sitt svo að við mættum í þessa fínu veislu í því efra á laugardaginn.

Veðrið þessa dagana er nú ekkert sérstakt rok og ansi kalt eins gott að það verði betra um réttirnar eins og ég var víst búin að lofa.