19.08.2009 22:37

Eins og gerst hafi í gær............og smá golf með.



Fyrsta hrossaeignin mín hún Skjóna þarna með eigandann á baki og folaldið er Litbrá.

Eins og gerst hafi í gær.............................eða þannig, þessi mynd var tekin fyrir örfáum árum að mér finnst. En árin eru nú orðin þó nokkuð mörg ég ætla ekki að segja ykkur hvað þau er mörg. Takið eftir þessum flotta bakgrunni á myndinni þessum fínu kusum sem eitt sinn voru til hér í Hlíðinni.
En eitt hefur ekki breyst frá þessum tíma, ég er alltaf jafn veik fyrir skjóttum hrossum það eldist sennilega seint af mér. Núna bíð ég bara spennt eftir því að fá folald undan Andrá minni sem fór undir Þrist frá Feti í sumar. Hulda vinkona mín er sannfærð eins og ég að það verði skjótt hryssa.................og þá kemur nafnið Huldumey sterklega til greina. emoticon 

Veðrið í dag hefur nú verið full haustlegt fyrir minn smekk strekkingur og rigning. Mér finnst alltaf verra að venjast venjulegu haustveðri eftir gott sumar er hreinlega orðin of kröfuhörð.
Hugsa um það daglega hvort að verið verði nú ekki örugglega betra í leitunum en í fyrra.
Er að herða mig uppí að verða sannfærð og fullviss um að það verði ótrúleg blíða samt ekki of heitt fyrir kindur í nýjustu ullartískunni.

Það er alltaf svo spennandi að fá fréttir af hrossum sem við höfum átt. Í gær talaði ég við eina vinkonu mína sem að eignaðist hryssu frá okkur fyrir nokkrum árum. Hryssan var nýbúin að eignast folald og heldur betur lukka með litinn brúnblesótt og ,,bláeygt,, örugglega margir búnir að bíða lengi eftir því að fá svona lit.
Fínn bónus sérstaklega þegar hryssan er bara brún en samt fyrir mestu að fá góðan grip sem vonandi passar í hlutverkið sem honum er ætlað.
Ég er kannske svo skrítin að mér finnst miklu meira gaman að fá svona fréttir og gleðjast með eigandanum en að velta mér uppúr einhverju leiðinda daglegu þrasi sem kannske telst meira fréttnæmt og gáfulegra.

Ófeigur og Þorri eru bara sprækir eftir ,,herraklippinguna,, sem þeir fengu hjá honum Rúnari í fyrradag. Raunar svo sprækir að mér var farið að detta í hug að Skúli og Rúnar hefðu bara farið í golf þennan dag og sleppt öllum klippingum.
Feðgarnir á þessum bæ eru ennþá með töluverða golfdellu og hafa öðru hvoru skroppið af bæ í sumar til að lumbra á kúlunum. Mér finnst frábært hjá þeim að líta uppúr puðinu og breyta til.  Ég hef velt þessu sporti fyrir mér en ekki fengið svo mikið sem snefil af löngun til að spreyta mig. Er samt viðbúin ef að kastið kemur að leggjast niður og láta það líða hjá.