18.08.2009 21:48

Góður Aldur og Viðja týnd



Ef að þessi dama sem er á myndinni yrði reið og vildi reyta hár sitt hefði hún af nógu að taka.
Þetta er hún Skúta sem þarna er í andlegri íhugun.......................og er ekki köstuð ennþá.

Í dag var sónað frá honum Aldri frá Brautarholti sem var í girðingu í Fellsöxl, útkoman var góð og velflestar hryssurnar fylfullar.
Já ég var heldur betur kát þegar ég var búin að fá niðurstöðurnar það voru nefninlega þrjár hryssur sem mér var umhugað um og allar fylfullar. Fyrsta er að telja Kolskör mína sem sónaðist með eins og hálfsmánaðar fyl, þá var það hún Þríhella sem var með hátt í tveggja mánaða fyl og svo Perla Gustsdóttir frá Lambastöðum sem var með mánaðar gamalt fyl.
Ég bíð mjög spennt eftir að sjá þessa gripi næsta vor.

Á meðan ég man...............ef að einhver hér á mínum slóðum rekst á þriggja vetra dökkmósótta hryssu í óskilum þá endilega látið mig vita. Hún Viðja mín er týnd reyndar búin að vera það svolítinn tíma en það gerir ekkert til að vera bjartsýn og kanna málið.