26.07.2009 23:26

Afmæli og nafngiftir



Þetta er hann Kostur minn sem nýtur þarna veðurblíðunnar spertur og athugull.

Í gær var brunað á suðurlandið og farið í afmæli hjá góðri vinkonu. Afmælið var haldið í Hestheimum og var hreint alveg frábært. Breiðbandið úr Keflavík var tær snild, ég get svo svarið það að mér er ennþá illt í maganum eftir hláturinn. 
Veisluhöldin héldu svo áfram í dag en þá var boðið uppá þetta fína afmæliskaffi í gamla bænum í tilefni af afmælinu hans Ragnars sem er á morgun. Það hittist líka svo skemmtilega á að frændfólk sem er ekki oft á ferðinni leit við og sötraði með okkur kaffisopa.
 Alltaf gaman að fá skemmtilega gesti.

Nokkur folöld voru örmerkt í dag og fengu við það nöfn sem verða upplýst hér og nú.

Kostur er undan Tign og Sparisjóði.
Stjarna er undan Upplyftingu og Feiki frá Háholti.
Roði er undan Létt og Arði frá Brautatholti.
Dimmir er undan Dimmu og Sparisjóði.
Hófur er undan Skeifu og Feyki frá Háholti.

Margur presturinn væri nú ánægður með svona margar nafngiftir á einum degi.

Tvær hryssur bættust við í girðinguna hjá honum Sparisjóði í dag Folda og Tign.
Og í girðinguna til höfðingjans Gosa fóru Dimma, Upplyfting og Skeifa.

Góður dagur sem endaði méð því að húsfreyjan bakaði pizzu að hætti hússins.