19.04.2009 23:15

Er ég kem heim í Búðardal....




Er ég kem heim í Búðardal...............Gosi og Skúli í léttri sveiflu.


Það er orðið alltof langt síðan ég hef gefið mér tíma til að setja inn fréttir í vefgluggann okkar. Svo ég hef ákveðið að reyna að vera svolítið dugleg á næstunni.
Annars er það ekki bara einskær leti að vera ekki búin að skrifa undan farið, heldur er búið að vera brjálað að gera. Við eru með margt á járnum núna svo að dagurinn er stundum alltof fljótur að líða. Það eru mörg spennandi tryppi í húsinu núna sum eru að stíga sín fyrstu skref á námsbrautinni en önnur eru lengra komin. Eins erum við með nokkur ljómandi söluhross á okkar snærum. Á síðustu dögum hefur oft verið erfitt að gera uppá milli hver sé fyrirmyndarhestur dagsins en í dag var það Muggur Hlynsson sem eins og fyrr er frábær reiðhestur.

Í gær skruppum við í Búðardal ég örmerkti nokkur falleg tryppi m. a  einn eigulegan hest undan Sóloni frá Skáney og Fenju frá Árbakka, vá sá á eftir að vera spennandi.
Skúli og Mummi kepptu á íþróttamótinu Mummi á Dregli og Skúli á Gosa. Árangurinn þokkalegur allavega þrír verðlaunapeningar meðferðis heim.
Veitingarnar í dölunum frábærar eins og venjulega tertur og steikur.
Takk fyrir góðar mótttökur.

Vorið er komið allavega í bili hlýtt, væta og fuglasöngur vona innilega að það komi ekki aftur vetur á næstunni. Óðum styttist í sauðburðinn og kindurnar að verða ansi bústnar, von er á fyrstu lömbunum í kringum mánaðamótin og allt fer á fullt í kringum 10 maí.
Er að leita mér að vökumanni í fjárhúsin frá mánaðamótum og allavega fram í miðjan mánuðinn. Þarf helst að vera vanur.emoticon  Dettur ykkur einhver í hug????
Munið konur eru líka menn.

Einhver útbreiddur misskilningur er í gangi varðandi mig og barnauppeldi. Ég er ekki að fara að taka börn í sveit í sumar bara svo það sé á hreinu.
Það hafa fjórir hringt í mig á undanförnum dögum, fólk sem að ég þekki ekki neitt eða mjög lítið. Ekki það að mér leiðist börn heldur hef ég bara engan tíma fyrir stærra heimilishald, elskurnar mínar.