29.03.2009 21:57

Þessi fallegi dagur...........



Glundroði minn nýgreiddur.

Dagurinn í dag byrjaði eins og dagar eiga að byrja frábært veður sól, logn og blíða. Ég rölti í róleg heitum uppí hesthús og naut veðurblíðunnar. Salómon ákvað að þetta væri úrvalsveður fyrir kellingar og ketti og rölti með nokkuð sem að hann hefur ekki gert lengi. Þegar við komum í húsin settist hann uppá stóran kornpoka þar sem hann hafði gott útsýni og gat fylgst með að allt færi vel fram. Alltaf gott að hafa einhvern traustan í eftirlitinu.
Við vorum svo heppin að hafa tvo vaska sveina hér um helgina svo að við þurftum ekkert að hugsa um gegningar í blíðunni.

Ég byrjaði á því að taka langan reiðtúr á henni Rák reiðtúr sem ég á eftir að muna lengi.emoticon
Það var mikið riðið út í Hlíðinni í dag eða alveg þangað til skollin var á stórhríð, það gerðist eins og hendi væri veifað. Við lögðum af stað í smá snjókomu og logni sem breyttist á svipstundu í öskubyl. Þannig að síðustu tveir kílómetrarnir heim buðu uppá nákvæmlega ekkert útsýni og hreint engan sumaryl. Hljómar svona grobbsögulega en er hreina satt.

Hún Rökkva Reynisdóttir sem verið hefur hér í hagagöngu um nokkurt skeið fór heim til sín í dag. Bráðskemmtilegt tryppi sem á örugglega eftir að verða eigendum sínum til ánægju.

Bræðurnir Ófeigur og Þorri dafna vel og eru óaðfinnanlegir allavega að eigin áliti. Snotra og Deila eru stundum mjög þreyttar á þeim og reyna að finna færi á að stinga þá af. Ég held að þær séu komnar á sömu skoðun og Salómon það er að þetta séu vandræða gripir.

Fyrirmyndarhestur dagsins var Proffinn sem lenti í alversta veðrinu.