10.01.2009 22:41

Leyndarmál og önnur mál.

Við Deila höfum alveg gleymt að segja ykkur leyndarmál sem nú er að verða opinbert leyndarmál.
Þá verður það fréttemoticon
Deila skrapp í heimsókn til hennar Önnu Dóru á Bergi og hitti þar þennan fína hund.
Árangur þeirrar heimsóknar er að koma fram og nú er Deila ekki langt á undan okkur uppí hús og nennir ekki að fylgja okkur í alla reiðtúra út afleggjara. Enda kemur í ljós þegar við skoðum dagatalið að það styttist í hvolpadaginn mikla hér í Hlíðinni. Afmælisdagurinn hennar Lóu frænku minnar kemur vel til greina það er 3 febrúar.
Bíðum spennt því við verðum að fara að koma okkur upp fleiri fjárhundum.

Var að setja inn nýtt albúm sem heitir hundar.

Í gær bættist við í hesthúsið þá komu tveir félagar að vestan, annan höfum við fengið áður til okkar en hin er að hefja sitt nám. Álitlegir hestar og verður spennandi að vinna í þeim.
Það var mikið riðið út og járnað einnig skoðuðum við nokkur trippi sem við erum að byrja að temja.  Það er svo spennandi að skoða þau og sjá þeirra fyrstu spor og hreyfingar á nýjum skeifum. Og enn einu sinni var kvöldmaturinn snæddur á ókristilegum tíma.

Það var leiðinlegt veður í dag og þá þakkar maður fyrir að hafa smá inniaðstöðu til að vinna með hrossin. Snyrtum líka veturgömlu tryppin og settum þau á dekurstaðinn sinn.
Mummi fór um fjárhúsin og hesthúsið vopnaður myndavél í dag vonast til að geta sýnt ykkur afraksturinn fljótt.