27.12.2008 23:07

Atvinnuöryggi íslenskra hrúta.




Í dag er 27 desember og í kvöldfréttum sjónvarps kom athygglisverð frétt sem fékk mig til að líta uppúr mikilvægu verkefni. Gísli Einarsson ,,ríkisfréttamaður,, okkar vestlendinga var að segja frá því að fyrirsjáanleg væri ný tegund atvinnuleysis.
Það væri svo sem ekki í frásögu færandi á þessum síðustu og verstu tímum þó atvinnuleysi væri nefnt í kvöldfréttatímanum. En atvinnuleysi íslenskra hrúta hefur ekki oft svo að ég viti verið til umfjöllunnar í fréttum Rúv svo ég sperrti eyrun.  Fréttin fjallaði um það að sífellt fleiri íslenskar ær fari í tæknifrjógvun að sjálfögðu með hjálp eigenda sinna og sérmenntaðra sæðingamanna. Í fréttinni kom fram að ríflega 40.000 ær hefðu fengið þessa þjónustu nú í desember og hreint ótrúlega mikið magn sæðisskammta væri tekið úr þeim afburðagripum sem á sæðingastöðvarnar hefðu valist.
,,Heitasti,, gripurinn þetta árið er hann Kveikur frá Hesti.  
Ekki er þó hætta á því að íslenskir hrútar þurfi að örvænta því þetta er einungis lítill hluti fjárstofnsins. Og til gamans má geta þess að ekki er árangurinn af sæðingunu alltaf góður, svo að hrútarnir geta vænst þess að einhverjar ær sem fóru í sparimeðferðina þurfi jafnvel þeirra aðstoð á næstu dögum. emoticon