Færslur: 2024 Desember

28.12.2024 09:47

Gleðilega hátíð.

 

Gleðilega hátíð ættingjar og vinir nær og fjær.

Við hér í Hlíðinni sendum ykkur bestu óskir um gleðilega hátíð með fullt af ánægju, friði og gleði.

Það eru allir hressir hér bæði menn og málleysingjar sem hafa átt góða daga. 

Á kantinum bíða ótal myndir og fróðleikur frá árinu 2024 sem áttu fyrir langa löngu að vera komið hér inn á síðuna.

Eins og þið sjáið þá stækka börnin og við fjölskylduna bættist ný Snotra á árinu.

Nú er sól tekin að hækka á lofti svo það er aldrei að vita hvað hefst af.

Hafið það sem allra best og verið góð hvert við annað.

 

 

 

 

  • 1