Færslur: 2023 September

28.09.2023 11:02

Réttir 2023 fyrsti hluti.

 

 

Nú er alveg tímabært að setja hér inn smá fréttaskot af árlegu hausthátíðininni okkar góðu.

Já, réttirnar eru hátíð sem ég hef hlakkað til á hverju ári í meira en hálfa öld.

Vá hvað þessi setning hljómar ................ furðulega en samt dásamlegt að fá að njóta.

Leitir og réttir hafa gengið vel sem af er og við höfum verið ljónheppin með veður .

Auðvitað þurftum við aðeins að máta regngallann en það er nú í fínu lag með það.

Heimtur eru þokkalegar en ekki meira en það, hinsvegar stendur það vonandi til bóta um helgina.

Fyrsta myndirn er af vöskum sveinum sem hér eru að leggja í hann að sunnanverðu.

Tveir af þeim fóru svo yfir Skálarhyrnu og mættu norðan smölum og vöskum gönguliðum sem voru í Giljatungunum.

F.v Maron, Jonni, Sveinbjörn, Skúli, Ísólfur og Hlynur.

 

 

Það var regngalla veður í Vörðufellsrétt og þar var appelsínugult þema hjá liðinu.

Hressir heimamenn og Kópavogsbúar í góðum gír.

 

 

Suma daga var blíða af bestu gerðinni og þá var notið í botn.

 

 

Fallegar morgunstundir eru síst ofmetnar nema síður sé.

Það var kyrrlátt og nærandi að horfa í kringum sig þarna.

 

 

Þegar þreytan og þrjóskan ráða ríkjum er gott að fá far með fjallataxa og láta jafnvel strákana hafa vel fyrir því að komast í hann.

 

 

Seinni innreksturinn gekk vel og enginn varð smalabrjálaður að þessu sinni.

 

 

Vel á annað þúsund fjár var rekið inn svo það var þröngt á þingi.

 

 

Allt með kyrrum kjörum.

 

 

Það er góð tilfinning þegar að réttin hefur lokast og allir á sínum stað.

 

 

Auðvitað var Stella mætt með öllu sínu liði til að reka inn.

Já og það er nú heldur betur munur að fá hana með á eldhúskanntinn.

Hún ætlaði að hætta að elda og stússa fyrir okkur þegar hún varð áttræð.

En stelpan er í aðlögun við að hætta svo að við njótum krafta hennar enn enda

engan bilbug að finna á henni. Spurning um endurskoðun á þessu í níræðisafmælinu ?

Kjötsúpan og bollurnar góðar að vanda.

 

 

Þessi eðalhjón voru hress að vanda og mikið erum við heppin þegar frúin sendir

manninn í sveit svona tímanlega.

Takk Auður fyrir að fá að hafa Svenna svona lengi.

 

 

Veðrið var gott en bara misjafnlega gott og þegar það er alveg sólbaðs er bara að skella sér í svoleiðis.

Annars sjáið þið þarna rafvirkja og björgunarsveitadeildina okkar.......

 

 

Við Gjafmild vorum mjög glaðar að hittast aftur eftir sumarfrí enda perluvinkonur.

 

 

Hún Dimma kom með sín lömb í Mýrdalsrétt og virðist bara koma vel undan sumri.

 

 

Litli fjallkóngurinn sést þarna galvaskur með pabba sínum og Jullu þeirra.

Toppurinn í hans smalavæntingum var að fá smalavesti, labba langt og hafa prins póló í nesti.

Þessi leit stóðst væntingar og rúmlega það hjá kappanum.

 

 

 

Stóðst væntingar...................... já klárlega, sólbaðsveður, kaldur á kanntinum og góður félagsskapur.

Þessi er asskoti frár á fæti sem kemur sér vel í Múlanum en þið skulið ekkert vera að hæla honum.

Hann verður þá kannski enn fáklæddari í næstu leitum.

 

 

Þessi voru að meðaltali nokkuð hress en hann Hrannar hefur verið hressari.

Já það heyrðist lítið í honum og hann var svifaseinn í hreyfingum þetta árið.

Það er nefnilega ekkert grín að vera ,,stórbrotinn nú eða margbrotinn,,

 

 

Þarna er Hrannar kominn í góð mál enda lestrarsérfræðingur og þroskaþjálfi á kanntinum.

 

 

Þessir tveir völdu að notast við baksvipinn að þessu sinni, töldu hann betri.

 

 

Þessi voru hinsvegar alveg til í að pósa enda hress og kát eftir fjörið.

 

 

Þessar skvísur voru flottar saman á jötubandinu enda nágrannar í áratugi.

Stella og Sigga hafa örugglega eldað og bakað fyrir nokkur hundruð manns um

réttirnar síðustu áratugina.

 

Kátir voru karlar........... 

 

 

Það voru fleiri en húsfreyjan sem fögnuðu því að hitta hana Gjafmild okkar.

Mér sýnist hún komin með kindahvíslarann Björgu í vasann...............sko fóðurbætisvasann.

 

 
 
 

Það þurfa allir að næra sig og spá í spilin.

 

 

Þessir frændur voru kátir þegar lagt var í ann uppí fjall.

 

 

Þetta er klárlega uppáhalda myndin mín þessa dagana.

Hún segir líka allt um það hvernig ungur nemur og gamall temur.

Litli fjallkóngurinn efnilegur en sá eldri bara nokkuð góður.

 

 

Þessir voru líka nokkuð góðir og héldu uppi stuði lengur en kannski gáfulega var.

En gaman var það ...........

 

Það er gott og gaman þegar vel gengur og einnig eru bændur kátir þegar betur vigtar en þeir þorðu að vona eftir hamfara vor.

Tæplega fimmhundruð lömb farin í slátur og margar eftirleitir handan við hornið.

Þið sem aðstoðuð okkur í kringum allt þetta kindastúss, takk kæralega fyrir. 

Þið eruð frábær, æðisleg og gulli dýrmætari.

Fleiri myndir, meiri upplýsingar og sitthvað fleira fljóttlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • 1