Færslur: 2021 Október

29.10.2021 12:44

 

Fyrirlestur og sýnikennsla.

 

 

 

 

Nú styttist í fyrirlesturinn og sýnikennsluna hjá Susanne sem verður annað kvöld kl 20.00 hér í Hallkelsstaðahlíð.

Og auðvitað erum við orðin mjög spennt.

Susanne byrjar á því að hafa fyrirlestur. Síðan í framhaldi verður sýnikennsla þar sem hún sýnir hvernig hún sér og metur líkamsbeitingu hestsins.

Einnig mun hún sýna aðferðir til að auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

Rétt líkamsbeiting eykur endingu hjá reið og keppnishestinum.

Fyrirlesturinn höfðar til allra hestaáhugamanna sem hafa bæði gagn og gaman af.

 

Í ljósi aðstæðina höfum við fyrirlesturinn inní reiðhöllinni þannig að allir hafi nóg pláss.

Gott er að taka með sér tjaldstól og vera vel klæddur. Nú annars tökum við bara einn snúning og hlýjum okkur.

Að sjálfsögðu förum við varlega og því beinum við vinsamlegum tilmælum til gesta að smella upp grímunni þegar þeir mæta á svæðið.

Við ætlum svo sannarlega að gera margt skemmtilegt saman í vetur svo að við bara vöndum okkur.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Það verður posi á staðnum.

Aðgangseyrir er kr 1.500.-

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni nú eða bara að hafa samband við okkur.

Mummi 7702025

Sigrún 8628422

 

 

24.10.2021 08:29

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð

 

Dr Susanne Braun.

 

Mummi /Guðmundur Margeir Skúlason.

 

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun

29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð

Kennarar:

Guðmundur M. Skúlason (Mummi) Reiðkennari frá Hólaskóla.

Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

 

Markmið:

-Uppbygging þjálfunar í upphafi vetrar.

-Einstaklings miðað mat á markmiðum fyrir hest og knapa.

-Auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

- Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu.

-Sýnt verður hvernig hægt er að greina skekkju eða læsingu í hestunum.

-Hvernig og hvar hnakkurinn á að liggja á hestbaki og hvaða upplýsinga við getum fengið út frá vöðvafyllingu á hestinum.

Uppbygging námskeiðs.

Föstudagskvöld:

30 min reiðtími með Mumma og Susanne þar sem nemandi og kennarar meta verkefni sem unnið verður í yfir helgina.

Laugardagur.

08:00-17:00

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Susanne þar sem farið verður yfir þjálfunarplanið. Heilbrigðisskoðun, æfingar og jafnvel meðhöndlun ef þurfa þykir.

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Mumma.

Um kvöldið kl 20:00 verður opin fyrirlestur með Dr Susanne Braun, fagdýralækni hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Á milli hests og knapa - hvaða skilaboð leynast í útliti og líkamsbeitingu hestsins?

Susanne hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum.

Susanne segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjaliðum.

Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar spurningum, til dæmis:

-Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?

-Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?

-Hvað orsakar læsingar?

-Hvaða einkenni sýnir hestinn sem er með læsta liði?

Verð fyrir fyrirlesturinn er kr 1.500.- en er innifalinn fyrir þátttakendur á námskeiðinu.

Sunnudagur

09:00-17:00

1x 45 mín reiðtími með Mumma.

Susanne verður með kynningu og fræðslu um hnakka fyrir nemendur.

Oft er erfitt fyrir knapann að átta sig á hvar hnakkurinn á að vera staðsettur.

-Passar hnakkurinn fyrir hestinn ?

-Skiptir yfirlína og bygging hestsins miklu máli ?

-Skaðast hesturinn ef að hnakkurinn liggur ekki á réttum stað ?

 

Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Mumma

Sími: 7702025

e-mail: [email protected]

 

 

 

19.10.2021 21:52

Stella okkar fagnaði 80 árum.

 

Hún Stella móðursystir mín fagnaði stórum áfanga þann 17 október s.l en þá varð hún 80 ára.

Af því tilefni smelltum við í óvænta veislu henni til heiðurs hérna í Hlíðinni.

Stella hefur staðið vaktina seint og snemma fyrir okkur öll svo að það var ekkert nema sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt.

Það var gaman að koma henni á óvart en Hildur og fjölskylda komu með hana vestur þegar að allt var orðið tilbúið.

Það er skemmst frá því að segja að þetta heppnaðist allt eins vel og á var kosið.

Myndirnar hér á eftir tala sínu máli en á fyrstu myndinni má sjá afmælisdömuna skera fyrstu sneiðina.

Enn og aftur til hamingju Stella með árin 80.

 

 

Mummi sló í glas og bauð alla velkomna svo var auðvitað afmælissöngurinn tekinn með stæl.

 

 

Hér hefur Stella nappað okkur í landhelgi sem að fórum fremstar í undirbúningnum.

Hún er ekki vön því að vera ekki kölluð til þegar eitthvað stendur til í fjölskyldunni.

Hugmyndin kviknaði í réttunum og varð síðan að snildar veislu.

Og auðvitað voru margir fleiri sem að lögðu sitt af mörkum við undirbúninginn.

Takk fyrir það.

 

Eldhúsdagsumræðurnar fór fram eins og við var að búast og þá var að smella af mynd.

Elsa, Kolbeinn, Hrafnhildur, Þórarnna, Þóra og Björk.

 

 

Það eru bara fimm af tólf Hlíðarbörnum eftir, þau mættu að sjálfsögðu öll.

Halldís. Stella, Sveinbjörn, Lóa og Maddý.

Þau voru miklu hressari í veislunni heldur en þessi mynd gefur til kynna.

 

 

Hér var það pólutíska hornið................ sjáið þið hvað þeir eru ánægðir ................kannski með kosningarnar ?

 

 

Bóndinn og verkneminn gæti þessi mynd heitið........................

Alltaf gaman að fá þessa í heimsókn.

 

 

Þó svo að maður sé komin á tíræðisaldurinn þá er sjálfsagt að ,,pósa,,

Lóa og Ragnar alveg með þetta...............Ragnar er samt ekki kominn á tíræðisaldurinn.

 

 

Sigfríð og Þóra taka á alvarlegu málunum.

 

 

Þessir voru í stuði enda eðal nágrannar þarna á ferðinni.

 

 

Eldhúsráðið mjög ábyrgt að sjá ........................eða ekki.

 

 

Þessi eru nú alltaf góð saman og voru það þarna líka.

 

 

Fallegar dömur í hundagæslu.

 

 

Og enn fleiri fallegar dömur.

 

 

Hallur með tvo af sínum hópi, þau eru miklu kátari með myndatökuna en hann.

 

Það er alltaf stuð hjá þessum að hitta Björk og Inga frænda sinn.

 

Þessi hér komu frá Danmörku og voru kát og hress eins og alltaf.

 

 

Skvísur að spjalla Hrafnhildur og Stella í stuði.

 

 

Þessi eru nú alltaf hress og kát, kindahvíslarahjónin okkar.

 

 

Refir, rjúpur, smalamennskur.............afar líklegt umræðuefni hjá þessum köppum.

 

 

Spjall dagsins.

 

 

Bræður í þungum þönkum yfir kaffibollunum.

 

 

Góðir grannar til margra áratuga hafa örugglega drukkið saman 1000 kaffibolla.

 

 

Hressar frænkur í stuði, Þóranna og Björk.

 

 

Þessar eru alltaf góðar saman Stella og Bryndís kátar með hittinginn.

 

 

Þessi eru líka alltaf hress þegar þau hittast.

Sjáið þið þarna flýgur svartur húmor og mikið gaman hjá þeim.

Þórdís og Svenni hafa alltaf gaman.

 

 

Þessi er eins og frændi hans afar ánægður með Dísu og fagnaði henni vel.

Það eru ekki allir sem fá svona Dísuknús.

 

 

Frændurnir góðir saman Svenni og Magnús Hallsson.

 

 

Hallur og Maddý hress og kát með daginn.

 

 

Flottir feðgar á ferð.

 

 

Hjónakornin Arnheiður og Jóhann.

 

 

Þessar mæðgur mættu eldhressar að vanda, voru næstum farnar af stað í fjöruferð.

Það klikkar ekki næsta sumar.

 

 

Það er einhver grallarasvipur á þessum grönnum.

Jóel og Sigríður Jóna í brandarastuði.

 

 

Þóra og Björk brosleitar að vanda.

 

 

Francisko og Elsa alltaf sæt og fín.

 

 

Fjör hjá þessum Ósk, Gréta og Björg í stuði.

 

 

Brá og Lóa ræða málin.

 

 

Gaman hjá þessum.

 

 

Frænkur að spjalla Hrafnhildur Pálsdóttir og Stella.

 

 

Fallegar frænkur að skoða reiðhöllina.

 

 

Frænkur með flottan myndasvip.

 

 

Töffari dagsins í partýi hjá ömmu.

 

 

Lóa og ,,litli,, Hallur.

 

 

Tveir brattir........................hafa sennilega verið að ræða hreindýr, veiði nú eða smalamennskur.

 

 

Þessir hafa sennilega frekar verið að ræða bernskubrek en veiðar.

Frændurnir Mummi og Ragnar .

 

 

Stóra systir og litli bróðir Magnúsarbörn.

 

 

Það var gaman hjá þessum ............... sennilega verið að skipuleggja annað partý.

 

 

Styrmir með afasystur sinni henni Lóu.

 

 

Álfrún og Stella afasystir hennar.

 

 

Halldór og Stella afmælisdama alveg til í að pósa fyrir myndatöku.

 

 

Flottar þessar skvísur, eldhressar og kátar.

 

 

Þessi tvö hér gætu nú rifjað upp heilan helling að góðum sögum úr Hnappadalnum.

Hún kom ung í sveitina hún Bryndís og hefur haldið dásamlegri tryggð við alla hér og ekki síst þau Hlíðarsystkini.

 

Dásamlegur dagur hjá okkur öllum sem náðum að fagna með Stellu afmælisdömu.

Það voru hinsvegar ekki allir sem höfðu tök á því sem að vildu, þeir smella sér bara í kaffi til hennar síðar.

Takk fyrir allir þeir sem að gerðu þennan dag ógleymanlegan.

 

  • 1