Færslur: 2021 Október
29.10.2021 12:44
Fyrirlestur og sýnikennsla.
Nú styttist í fyrirlesturinn og sýnikennsluna hjá Susanne sem verður annað kvöld kl 20.00 hér í Hallkelsstaðahlíð.
Og auðvitað erum við orðin mjög spennt.
Susanne byrjar á því að hafa fyrirlestur. Síðan í framhaldi verður sýnikennsla þar sem hún sýnir hvernig hún sér og metur líkamsbeitingu hestsins.
Einnig mun hún sýna aðferðir til að auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.
Rétt líkamsbeiting eykur endingu hjá reið og keppnishestinum.
Fyrirlesturinn höfðar til allra hestaáhugamanna sem hafa bæði gagn og gaman af.
Í ljósi aðstæðina höfum við fyrirlesturinn inní reiðhöllinni þannig að allir hafi nóg pláss.
Gott er að taka með sér tjaldstól og vera vel klæddur. Nú annars tökum við bara einn snúning og hlýjum okkur.
Að sjálfsögðu förum við varlega og því beinum við vinsamlegum tilmælum til gesta að smella upp grímunni þegar þeir mæta á svæðið.
Við ætlum svo sannarlega að gera margt skemmtilegt saman í vetur svo að við bara vöndum okkur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Það verður posi á staðnum.
Aðgangseyrir er kr 1.500.-
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni nú eða bara að hafa samband við okkur.
Mummi 7702025
Sigrún 8628422
24.10.2021 08:29
Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð
Dr Susanne Braun.
|
19.10.2021 21:52
Stella okkar fagnaði 80 árum.
Hún Stella móðursystir mín fagnaði stórum áfanga þann 17 október s.l en þá varð hún 80 ára. Af því tilefni smelltum við í óvænta veislu henni til heiðurs hérna í Hlíðinni. Stella hefur staðið vaktina seint og snemma fyrir okkur öll svo að það var ekkert nema sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Það var gaman að koma henni á óvart en Hildur og fjölskylda komu með hana vestur þegar að allt var orðið tilbúið. Það er skemmst frá því að segja að þetta heppnaðist allt eins vel og á var kosið. Myndirnar hér á eftir tala sínu máli en á fyrstu myndinni má sjá afmælisdömuna skera fyrstu sneiðina. Enn og aftur til hamingju Stella með árin 80.
|
Mummi sló í glas og bauð alla velkomna svo var auðvitað afmælissöngurinn tekinn með stæl.
|
- 1