Færslur: 2021 Janúar
23.01.2021 00:08
Sveitalífið......................
|
12.01.2021 10:10
Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Gísla og Svani.
Það var létt yfir mannskapnum þegar fyrsta ,,Smalahundakvöldið með Svani og Gísla" var haldið í kvöld.
Fullbókað var á þetta fyrsta námskeið og mikill áhugi í gangi. Þið skulið samt ekki örvænta það kemur annar þriðjudagur.
Gísli sá um kennsluna í kvöld og fórst það vel úr hendi eins og við var að búast. Hann mun annast kennsluna fyrst um sinn.
Hundar jafnt sem menn sýndu góð tilþrif og greinilegt að fólk leggur mikið á sig til að eignast góðan fjárhund.
Það er gaman að sjá hversu miklar breytingar til batnaðar verð á hundunum á þessum námskeiðum og auðvita fólkinu líka.
Kindurnar stóðu sig líka með mikilli prýði en á þessu fyrsta kvöldi var notast við tamdar kindur með þó nokkra reynslu.
Fremstar meðal jafningja voru að sjálfsögðu Vaka og Gjalfmild en þær systur stóðu vaktina í allan fyrra vetur.
Nemendurnir komu víða að þar á meðal Borgfirðingar, Mýramenn, Dalamenn og Snæfellingar.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með og eruð á fésbókinni þá er hópur þar sem heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.
Þeim sem að ekki eru á fésbókinni en hafa áhuga er bent á að hafa samband við okkur í síma 7702025 eða á netfangið [email protected]
Hlökkum til að sjá ykkur.
04.01.2021 21:13
Og jólin breytast.
Við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir það liðna. Jólahátíðin fór vel með okkur og var einkar ljúf en öðruvísi en venjulega. Það vantaði fleira fólk. Fyrst skal nú nefna að hér í Hlíðinni hafa móðursystkini mín haldið jólin hátíðleg frá því 1927. Nú var sem sagt breyting þar á og sú kynslóð fjærri góðu gamni og hélt jólin annars staðar. Covid gerði það að verkum að bæði Sveinbjörn og Lóa héldu sín jól á Brákarhlíð í Borgarnesi. Einar móðurbróðir minn sem var elstur 12 systkina og fæddur árið 1927 hélt alltaf sín jól hér. Það gerðu líka þau systkini sem hér bjuggu um lengri eða skemmri tíma en þau voru fædd frá árinu 1927 til 1945. Þannig að þessi jól voru öðruvísi og heldur færri sem settust við matarborðið að þessu sinni. Já tímarnir breytast og mennirnir víst líka með. Á myndinni hér fyrir ofan eru þau systkinin Lóa og Sveinbjörn saman á Brákarhlíð. Þau voru hress og bara kát þó svo að þau hefðu viljað komast heim í gamla húsið. Hún á að baki 90 jól og nærri öll haldin í Hlíðinni og Sveinbjörn 80 sem öll hafa verið haldin þar.
|
- 1