Færslur: 2019 Nóvember

17.11.2019 21:19

Skírnardagurinn.

 

Það var á einum fallegum haustdegi sem að hann Atli Lárus Guðmundar og Brárarson fékk nafnið sitt.

Athöfnin fór fram í Kolbeinsstaðakirkju að viðstöddum fjölskyldu og vinum.

Þeir voru kátir afarnir þegar ljóst var hvað drengurinn ætti að heita. Atli og Lárus en það er seinna nafn Skúla.

Það fór vel á með köppunum þarna við altarið og allir ánægðir með nafngiftina.

 

Sá litli kominn í skírnarkjólinn sem er handverk hennar Stellu langömmusystur hans.

Já þau eru orðin mörg börnin sem hafa fengið nafnið sitt í þessum kjól.

Þar á meðal pabbinn og amman.

 

 

Það er rétt að skoða aðeins þessa rós á með beðið er eftir nafninu.

 

 

Þetta tekur tíma..................hvenær verð ég eiginlega skírður ???

 

 

Æi ég er að verða svolítið þreyttur.

 

 

Og þá er loksins komið að því .................. hvað á barnið að heita ???

 

 

Atli Lárus.................það er ég.

 

 

Frænkurnar lögðu sig fram við sálmasöngin.

 

 

Þarna er aðal aðdáendahópurinn saman komin, já ömmur og afar eru þar alltaf fremst í flokki.

 

 

Þessar kellur .........................

 

 

.........................bara best að hlæja svolítið að þeim þessum.

 

 

Þessir frændur tóku þátt í keppni hárprúðra barna og sigruðu báðir.

Salka Rögn og Atli Lárus eru alveg með topp einkun fyrir hár prúðleika.

 

 

Það er rúmlega 89 ára aldursmunur á þessum en það skiptir nú ekki máli þegar brandarar eru annars vegar.

Lóa langömmusystir og Atli Lárus gera grín og Þóranna aðstoðar smá.

 

 

Þessir eru líka góðir saman og  voru alveg til í að pósa smá fyrir myndatöku.

Sveinbjörn og Atli Lárus ræða málin.

 

 

  • 1