Færslur: 2016 September

25.09.2016 21:03

Dagur sex í fjárstússi.

 

Mánudaginn 19 september var ekkert annað í boði en rífa sig upp og bruna í Svignaskaðsrétt.

Við höfðum verið ansi lengi að í fjárstússi kvöldið/nóttina áður svo það hefði nú verið svolítið gott að breiða upp fyrir haus.

En dagurinn var fallegur og eins og alltaf gaman að koma í Skarðsréttina. Fjöldi fólks var mætt á svæðið og einnig var margt fé í réttinni.

Þetta er þriðja árið sem við erum skilamenn í réttinni og að þessu sinni fengum við Kolhreppingar 53 kindur í réttinni.

 

 

 

Það var auðveldara að rekast á fólk en fé, allavega svona fyrst um sinni.

 

 

 

Haukatungubræður voru mættir í réttina og eru þarna á talið við Skúla.

 

 

 

Það er alltaf blíða í réttinni eða það finnst mér að minnsta kosti.

 

 

Nokkrir voru iðnir við að taka myndir.

 

 

En aðrir borðuðu kleinur................

 

 

Brekkuhjónin voru brött að venju og rýna hér í fjárhópinn.

 

 

Krummi lætur þetta nú ekki framhjá sér fara og mætir alltaf hress og brattur.

 

 

Mikið spáð og spekulegrað.

 

 

Svo var að bæta í almenninginn.

 

 

Ragna Beigaldafrú var dugleg að draga og átti margar fallegar gránur í réttinni.

 

 

Kannski hefur Beigaldabóndinn og Steini Vigg verið að fylgjast með henni ?

 

 

Og þessar elskur voru hressar og flottar að venju þegar þær stilltu sér upp í árlega myndatöku.

 

 

Ingimundur, Ásgeir og Óli skanna hópinn.

 

 

Þarna er einhver skemmtileg umræða í gangi, spurning hvað það hefur verið ?

 

 

Þessi kappi var þungt hugsi nú eða bara verið að fylgjast með frúnni draga sínar kindur.

 

 

Spáð í spilin.

 

 

Brekkufrúin þungt hugsi.............

 

 

Ísólfur vann örugglega lopapeysukeppnina þetta árið enda í þessari fínu Border colle peysu.

 

 

Ég rakst líka á þennan en vanalega er hann í tófuveiðahugleiðingum þegar ég hitti hann.

Þarna var hann hinsvegar í miklum ham við fjárdráttinn..............gaf sér þó tíma til að spjalla smá.

 

 

.............en var svo rokinn af stað.

 

 

Skilamennirnir okkar voru vandlega merktir og skiluð sér líka heim.

 

Þegar heim var komið rákum við sláturlömbin okkar inn en við höfðum sett þau út um morguninn.

Þau voru vandlega yfirfarin og fullorðna fénu og líflömbunum sleppt út á tún.

Góður dagur með skemmtilegu fólki.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

24.09.2016 13:23

Dagur fimm.

Það eru ekki allar kindur jafn spenntar fyrir því að koma heim á haustin.

Nokkrar þeirra má sjá hér á myndinni en þessar ætluðu sér að sleppa frá smalanum og skjótast á bak við Þríhellurnar.

 

 

Á myndunum má einnig sjá sprækann smala sem röllti á eftir þeim eins og hann væri í léttu skemmti skokki.

Nei þetta er ekki ég ..............en þetta er aftur á móti sprækur kúabóndi sem skokkaði þarna upp.

Allir skiluðu sér niður á réttum stað og varð engum meint af ferðinni.

 

 

Þessar fylgdust með en þær voru í mótmælastöðu við Steinholtsgirðinguna.

Steinholtsháin er það sem allar kindur dreymir um en bara lömbin fá.

Já svona er óréttlæti heimsins.

 

 

Það var væn breiðfylking sem rann eftir holtinu þegar við byrjuðum að reka inn á sunnudaginn.

 

 

Sumir þurftu samt að stoppa og hvíla sig.

 

 

Allt safnið er rekið fyrst uppað girðingu og þaðan niður í rétt.

 

 

Sveinbjörn stendur fyrir við hliðið á rauð sínum.

 

 

Já stendur fyrir................. það gerði líka þessi dama en það getur verið þreytandi að bíða og standa fyrir.

Þá er bara að leggja sig og láta sig dreyma.

Ég verð þó að koma því að hvað fólkið er óendanlega duglegt við að stökkva framúr og vinda sér í atið eftir stuðið sem alltaf er hjá okkur í réttarpartýinu. Það er akki sjálfgefið.

 

 

 

Það var gott að hafa aðstoðarkonum sem kom og reddaði málunum.

En litli smalinn svaf vært í öllum látunum.

 

 

 

Allt að koma.

 

 

Í rólegheitunum og enginn orðinn smalabrjálaður.

 

 

Stefnan tekin í réttina.

 

 

..............og allir að drífa sig.

 

 

Koma svo..............

 

 

Þegar inn var komið var þröngt á þingi.

 

 

Þessi bíða róleg eftir vigtun.

 

 

Já þetta var langur og líflegur dagur sem hófst með innrekstri um kl 8.30 og lauk með vigtun og vali kl 2.00 um nóttina.

Það smalaðist frekar vel og var því mikill fjöldi fjár sem kom til réttar hjá okkur þetta haustið.

Nærri því 700 kindur komu frá öðrum bæjum sem er svipaður fjöldi og undan farin ár.

Eins og alltaf var stór og öflugur hópur sem stóð í atinu með okkur og eru við hér í Hlíðinni afar þákklát öllu þessu góða fólki.

Öll hjálp er ómetanleg hvort sem það er í leitum, réttum, matseld nú eða bara hverju sem er þið eruð dásamleg.

Takk fyrir okkur.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.09.2016 22:18

Dagur á milli fjögur og fimm, ætli það sé ekki nótt ?

 

Eftir að við komum heim úr Vörðufellsréttinni er sjálfsagt að gera vel við mannskapinn bæði í mat og drykk.

Eins er mikilvægt að hafa gaman og það er nú ekki erfitt með öllum þessum snillingum.

Á þessari fyrstu mynd erum við sem duglegust erum að halda ,,föðurættarhitting,, hann er t.d alltaf í réttunum.

Svo erum við líka búin að fastsetja árlegan hitting í janúar en þá er tíminn til að spá í sauðfjárræktina og forustufjárgripina.

 

 

Þessi eru öflug í söngnum og settu sögulegt met þetta árið þegar sungið var í óteljandi klukkustundir.

 

 

M og M voru hressir og sprækir í partýinu.

 

 

Og þessi enn hressari...............

 

 

Hjörtur og Mummi sjá um gítarspilið og eru greinilega að gefa sig alla í starfið.

Hver öðrum gáfulegri......................

 

 

Það getur nú verið gott að fá sér smá blund í fjörinu og vakna svo bara aftur hress og kát.

 

 

Og enn meira stuð og stemmari.

 

 

Hér er sungið ,, Heim í Búðardal,, með tilþrifum og dönksu yfirbragði.

 

 

Þessi skemmtu sér held ég bara býsna vel.

 

 

Eins og þessar flottu skvísur úr Garðarbænum.

 

 

Partýið var gott og sumir sem ég þekki fóru heim í snarvitlausum skóm...............

Sennilega er einhver berfættur í Borgarnesi þessa dagana.............

 

 

Það er hörku vinna að stunda samkvæmislífið en þegar þreytan hellis yfir er bara að fá sér smá kríu.

Þetta var skemmtilegt kvöld.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

22.09.2016 12:01

Dagur fjögur........

 

Vörðufellsréttin var laugardaginn 17 september í blíðu eins og reyndar oftast.

Hér á fyrstu myndinni eru Brá og Margrét Grundarfrú að draga af kappi.

Hvar ætli Mummi og Björgvin haldi sig ????

 

 

Sveinbjörn fylgist með að allt fari þokkalega fram.

 

 

Dönsku dömurnar okkar voru hörkuduglegar að draga.

 

 

Þóra og gamla svört áttu í baráttu en Þóra hafði betur í þetta sinn.

Ég veit ekki hvað Halli frænda hennar finnst um þetta............

 

 

Nei þetta er nú ekki lopapeysuauglýsing en samt fínasta mynd.

 

 

Spekingar spjalla.

 

 

Þóra, Magnús, Svenni og Brá sáu eitthvað spennandi.

 

 

Mummi og Halldór að kanna hvort hópurinn komist á kerruna.

Og það slapp ekki.

 

 

Maron og Hallur stunda endurtalningu.

 

 

Við réttarvegginn.

 

 

Og fleiri við réttarvegginn.

 

 

Grundarhjúin spjalla við Sveinbjörn, Stella og Hjörtur taka stöðuna.

 

 

Majbrit og Móru kom vel saman og enduðu báðar inní dilk.

 

 

Kristine stendur í ströngu en allt hafðist þetta.

 

 

Brá og Steini í stuði.

 

 

Fjölskyldan úr Álfkonuhvarfinu stóð heldur betur fyrir sínu í þessu réttum eins og reyndar alltaf.

Þóranna, Halldór og Kolbeinn.

 

 

Steini, Hrannar og Flosi.....................hugsa.

 

 

Ég sé það á þeim.................þær eru að hugsa um réttarpartýið.

 

 

Lopapeysur erum málið í réttunum.

 

 

Búralegir miðsveitungar spá í spilin.

 

 

Þessar eru vinkonur af betri gerðinni. Majbrit og Emilía.

 

 

Og litla systir mætti líka með Emilíu til að knúsa Majbrit.

 

 

Hrefna Rós, Júlíanna, Heiðdís Hugrún og Hildur.

 

 

Þessi tvö hafa nú farið í ansi margar Vörðufellsréttir.

Bæði smalað til hennar og rekið úr henni suður í Kolbeinsstaðahrepp.

Stella og Sveinni kanna stöðuna.

 

 

Og þarna er Lóa komin með þeim en hún er (bara) komin vel að 87 ára aldrinum.

Já auðvita fór hún í réttirnar, hvað annað ?

 

 

Þessi eru ekki á níræðisaldrinum en spræk samt.

 

 

Réttarstjórinn Jóel á Bíldhóli lítur eftir drengjunum þegar þeir setja á vagninn.

 

 

Svenni og stelpurnar.

 

 

Þessum dreymir um að ná auglýsingasamningi við Kalda, hver veit hvað gerist.

Allavega eru þeir búinir að smakka.

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

20.09.2016 22:06

Dagur þrjú.................

 

 

Það var rigning þegar við riðum af stað til fjalla föstudaginn 16 september.

Alveg fannst mér það viðeigandi að þetta væri dagur íslenskrar náttúru.

Útsýnið var dásamlegt eins og alltaf þegar ég fer til fjalla.

Á þessari fyrstu mynd dagsins erum við Hlíð að komast uppí Paradísina.

 

 

 

Félagsskapurinn var ekki af verri endanum hjá mér þetta haustið, skælbrosandi Gróa mín.

Ég lét rollurnar frétta að ég hefði lögfræðing með í för svo að þær ættu bara að hafa sig hægar.

Kindur eru klárar og voru með allra besta móti fyrir utan latrækar og fúllyndar sem ennþá finnast.

Já þrátt fyrir langa ræktun.

 

 

Það er eins gott að vera við öllu búin þegar fjörið stendur sem hæðst og maður er á fjöllum.

Með öðrum orðum, gamli söðlasmiðurinn kom uppí mér og auðvita var það baggabandið góða sem gerði mikið fyrir mig og beislið.

Ég deildi þessari mynd á fésbókinni og strax í kjölfarið fór að rigna inn atvinnutilboðum.

Já já alveg satt.............meira að segja frá þeim stæðstu í bransanum.

Þið sjáið líka handbragðið..................

Annars gekk smalamennskan vel og allir komu heilir heim bæði menn og skepnur.

Látum bara myndirnar tala.

 

 
 
 

 

Þarna eru danirnir okkar.

 

 

Mummi og Halldór ræða málin, þau skemmtilegu.

 

 

Það er alltaf gaman hjá þessum þegar þau hittast, Svenni og Gróa rifja upp eitthvað skemmtilegt.

 

 

Þessar dömur komu að smala í fyrsta sinn og stóðu sig frábærlega.

Maron er þungt hugsi þarna enda um margt að huga í sauðfjáratinu.

 

 

Ég veit ekki að hverju þessir eru að hlæja ...........vonandi ekki myndatökumanninum.

 

 

Smalarnir úr dölunum voru hressir að vanda og mikið erum við þakklát fyrir þátttöku þeirra í leitunum.

 

 

Fleiri dalasmalar bættust svo í hópinn................

 

 

Áhugavert að horfa til hægri, Gróa, Mummi og Steini.

 

 

Vá hvað þessir frændur eru þungt hugsi en það átti sko eftir að léttast á þeim brúnin.

Hallur og Sveinbjörn að hugsa.

 

 

Þessar frænkur voru líka hressar.

 

 

Þessi flotti sauðfjárbóndi sporðrenndi nokkrum snúðum og skálaði í mjólk.

 

 

Mig grunar að þessir hafi skálað í einhverju öðru en mjólk.............en ég bara veit það ekki.

Skúli og Jón sennilega að telja í .................Lýsa geislar um grundir.

 

 

Þetta eru nú góðar vinkonur Gróa og Lóa voru klárar í myndatöku.

 

 

Þessar stóðu sig nú algjörlega frábærlega í eldhúsinu og sáu um að allir væru saddir og sælir.

Þóranna og Stella voru aðal í eldhúsinu en það var samt fullt af frúm sem gerðu það að verkum að húsfreyjan sjálf gat þeyst upp um fjöll og ragað í fé án teljandi samviskubits. Fyrir það ber nú sérstaklega að þakka, ekki væri nú á mannskapinn legggjandi að hafa freyjuna fúla heima.

 

 

Þessar eru voða sætar saman og voru alveg til í eina góða mynd.

Brá og Daníella pósa eftir smalafjörið.

 

 

Gulla og Hrefna Rós voru að sjálfsögðu líka mættar í fjörið.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

17.09.2016 19:24

Dagur tvö ..................

 

Þessi vaska sveit lagið af stað upp Brúnabrekku á leið sinni til að smala Oddastaðafjall.

Hrannar og Rifa, Maron og Tralli og svo Skúli á milli þeirra en hann varð bærði að fá hund og hest hjá húsfreyjunni.

Jarpur litli Glotta og Karúnarson stóð sig með prýði og Ófeigur ofurhundur gerði gagn.

Það kom nú ekki til af góðu að Ófeigur varð fyrir valinu en Freyja aðalsmalahundurinn fárveiktist fyrir stuttu síðan og drapst.

Okkur finnst mikil eftisjá í Freyju sem var orðin þrælgóður smalahundur.

Nú smalar hún bara í grænu högunum hinumegin.

 

 

Þessir komu og stóðu sig aldeilis vel í klettaklifri og smalafjöri.

Fjalla-Blesi þurfti a.m.k að fara þrjár ferðir heim með fénað.

 

 

Dagurinn var nokkuð blautur en það smalaðist með miklum ágætum.

 

 

Sumir þurftu að vera hærra uppi en aðrir..............

 

 

Góð byrjun á alvöru smalaverktíð.

 
 
 
 
 

15.09.2016 09:18

Dagur eitt............

 

Það var vel við hæfi að hitta þennan kappa í fyrstu smalamennsku haustsins.

Höfðinginn Vökustaur heilsaði húsfreyjunni með virtum og kindalegu glotti.

Eftir smá samræður um atburði sumarsins var komið að því að halda heim.

Þessi spaki snillingur sá samt fulla ástæðu til að trimma húsfreyjuna aðeins enda sjálfsagt mál að halda henni í formi.

Það varð að samkomulagi að heim skyldi haldið og gekk ferðin að mestu vel þrátt fyrir óundirbúna króka.

 

 

Þessir flottu krakkar eru heldur betur liðtæk þó svo að dömurnar hafi aldrei smalað kindum fyrr.

Maron er hinsvegar að vera ansi sjóaður hér á okkar fjöllum.

 

 

Haustlitirnir eru fallegir þrátt fyrir að við höfum bara einu sinni í haust orðið vör við frost.

Þegar ég tók þessa mynd var ég stödd fyrir innan Háholt og horfi inní Fossakrókinn.

 

 

Hvaða stjórnmálaflokkur sem er gæti verið stoltur af foringjanum Pálínu.

Þarna má sjá þegar hún leggur af stað heim á öðru hundraðinu eftir Krókhlíðarkastinu.

 

 

Á meðan Pálína straujaði út hlíðina fylgist stóðið með af múlabrúninni.

Mig grunar að einhvert gæðingsefnið hafi öfundað Pálinu af gangrými og fótafimi.

Það er ekki amalegt að hafa afburða yfirferðargang.

Pálina þaut alla leiðina að girðingunni sem aðskilur Hraunholtaland og Hlíðarland.

Þegar þangað var komið mættu henni þrjár vaskar kerlur sem öskruðu eins og þær ættu lífið að leysa.

Við það fældist hún og straujaði í gengum girðinguna með gimbrarnar sínar á eftir.

Já auðvita er það sjálfsagt að þeytast í gegn þar sem maður kemur að ef helv.... hliðið er ekki á réttum stað.

Segir svo ekki af Pálínu meir.....................

 

 

 

Það var hinsvegar mikið afrek þegar þessi ofurkind hún Hróarskelda náðist heim í myrkrinu.

Hún hefur yfirleitt verið seinna á ferðinni jafnvel aðeins komið fram í mars mánuðinn.

Hvort þetta er merki um elli, eldgos eða eðalþægð skal ósagt en hún er kominn heim með grána sinn.

Já við vorum komin heim í myrkri eftir þennan fyrsta smaladag.

Sögulegur fjöldi náðist m.v smalasvæði en það er kannski ekki að marka þar sem mikill fjöldi var kominn niður.

Þegar heim í hesthús var komið tókum við smá umræður um smölun dagsins, þar var m.a rættu um það hversu gott það væri að Pálina væri komin heim á tún. En hún hefur nokkur síðustu ár aukið blóðþrýsting hjá eigandanum (Mumma) og öðrum smölum. Reyndar svo mikið að hún hefur vafalaust þakkað fyrir dyggan stuðning húsfreyjunnar við að halda lífi. Eitt dæmi var þegar hún var búin að hlaupa hlíðina þvera og endilanga ekki einu sinni heldur nokkrum sinnum. Að lokum tók hún þetta fína aðflug að hliðinu brunaði í gegn og beint í flasið á húsfreyjunni sem greip hana og skuttlaði uppá næsta bílpall og brunaði heim.  Flest allir smalarnir gerðust sekir um illt umtal og eigandinn hótaði bílferð í Skagafjörðinn. Sem betur fer fór eigandinn daginn eftir til USA og þegar hann kom til baka hafði Pálína batnað til mikilla muna og hélt lífi.

 

Þegar við löbbuðu fram í fjárhúsin blasti þessi sjón við okkur ::::::::::::::::::::::::::::::: :)

 

 

Pálina stóð með gimbrarnar sínar uppí jötu inní fjárhúsum og beið eftir að vera tekin höndum.

Nú eru allir sáttir Pálina ofurkind komin í aðhald fram yfir réttir og blóðþrýstingur heimamanna í góðu standi.

 

 
 
 
 
 
 

14.09.2016 22:58

14.09.2016 22:24

10.09.2016 22:22

Réttir handan við hornið.

Útsýnið er fallegt af Skálarhyrnunni yfir Nautaskörðin og niður að Hafurstöðum.

 

Nú styttist óðum í réttirnar og skipulagið tilbúið fyrir okkur hér í Hlíðinni.

 

Miðvikudagurinn 14 september, þá smölum við inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagurinn 15 september smalamennska á Oddastöðum, rekið inn heima.

Föstudagurinn 16 september smalamannska Hafurstaðir og Hallkelsstaðahlíð.

Laugardagurinn 17 september Vörðufellsrétt.

Sunnudagurinn 18 september rekið inn, dregið í sundur og lömb vigtuð.

Mánudagurinn 19 september gera skil í Skarðsrétt og sláturlömb rekin ínn um kvöldið.

Þriðjudagurinn 20 september sláturlömb sótt, Mýrdalsrétt.

 

Eins og sést er þessi vika ansi lífleg hjá okkur og nóg um að vera á öllu vígstöðum.

Þeir sem áhuga hafa á að koma og smala með okkur nú eða stússa í fjárragi eru hjartanlega velkomnir.

Allar nánari upplýsingar er góðfúslega veittar í síma 8628422.

Hlökkum til að sjá ykkur, bestu kveðjur úr Hlíðinni.

 

07.09.2016 20:16

 

 

Svandís Hallsdóttir fæddist í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 25 febrúar 1943. Svandís lést á krabbameinsdeild Landsspítalans 27 ágúst 2016. Foreldrar hennar voru hjónin , Hallur Magnússon og Hrafnhildur Einarsdóttir í Hallkelsstaðahlíð. Svandís var eitt tólf barna þeirra. Þau eru Einar, f.1927, Sigríður Herdís,f.1928, Anna Júlía,f.1930, Sigfríður Erna,f.1931, Ragnar, f.1933, Margrét Erla, f.1935, Guðrún, f.1936, Magnús,f.1938, Sveinbjörn,f.1940, Elísabet Hildur,f.1941, Svandís, f.1943, og Halldís, f.1945. Látin eru Magnús, Einar og Guðrún.

Svandís ólst upp í Hallkelsstaðahlíð en Hallur faðir hennar lést árið 1945 þegar hún var einungis 2 ára gömul. Hrafnhildur móðir hennar bjó áfram með börnum sínum í Hallkelsstaðahlíð. Svandís bjó í Hallkelsstaðahlíð til ársins 1980.

Svandís gekk í Húsmæðraskólann á Varmalandi,stundaði almenn bústörf í Hallkelsstaðahlíð. Hún vann m.a um tíma í Hreðavatnsskála og Laugargerðisskóla. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún fyrst meðfram barnauppeldi við skúringar í Landsbankanum, síðan um árabil á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar og að síðustu á Leikskólanum Bakka í Grafarvogi.

 

Þann 22 apríl 1965 eignaðist hún dótturina Sigrúnu Ólafsdóttur. Barnsfaðir; Ólafur Kjartansson frá Haukatungu f.1 mars 1944 d. 4 júní 1966.

Sigrún er gift Skúla L Skúlasyni og eiga þau soninn Guðmund Margeir unnusta hans er Brá Atladóttir.

 

Svandís giftist þann 22 ágúst 1981 Sverri Úlfssyni f 10 nóv.1937 á Úlfljótsvatni dáinn 3 desember 2014. Börn þeirra eru: 1) Hrafnhildur f.18.september 1981, sambýlismaður Francisco Da Silva, þau eiga tvær dætur Fríðu Maríu og Írisi Lindu. 2) Ragnar f.26 janúar 1984, sambýliskona Elsa Petra Björnsdóttir, börn þeirra Svandís Sif og Sverrir Haukur.

Svandís og Sverrir bjuggu fyrst í Gröf í Miklaholtshreppi en fluttu til Reykjavíkur 1982.

 

Börn Sverris frá fyrra hjónabandi: Ragna Sverrisdóttir f. 14 mars 1961, eiginmaður Guðmundur Árnason, börn þeirra Árni og Óðinn. Kolbeinn Sverrisson f. 2 janúar 1967, eiginkona Þóranna Halldórsdóttir, sonur þeirra Halldór.

Útförin fer fram frá Grafavogskirkju miðvikudaginn 7 september og hefst kl 13.00

 

Minningagrein Svandís Hallsdóttir.

 

Það er sárt að sakna og erfitt að breyta venjum og hefðum sem fylgt hafa manni alla ævi. Það er skrítið að geta ekki tekið upp símann og spjallað við mömmu, sagt fréttir, spurt álits eða bara heyrt röddina.

Við mægður töluðum saman í síma flesta daga og undir það síðasta tvisvar til þrisvar á dag. Við voru ekki bara mæðgur við vorum líka vinkonur.

Mamma var hlédræg, hógvær og ekki mikið fyrir að láta á sér bera eða í sér heyra í margmenni.  Hún gat þó alveg látið gamminn geysa við okkur fjölskylduna og látið í sér heyra. Mamma hafði sínar skoðanir og fylgdi þeim eftir af þunga ef á þurfti að halda.  Mömmu var mikið í mun að börnin hennar væru kurteis og sýndu fólki virðingu. Ég man bara eftir að hún hafi skammað mig einu sinni og þá átti ég það fullkomlega skilið. Enda eiga börn ekki að brjóta rúður. Mamma var ljúf en staðföst og hafði svo gott lag á að leiðbeina á jákvæðan og notalegan máta.

,,Það á ekki að skamma börn með hávaða,, sagði hún oft og lagði áherslu á hvert orð, það á að tala við þau.

Ég hugsa að þau skipti hundruðum börnin sem að hún hefur ,,talað,, við í gegnum tíðina. Með góðum árangri.

Hún átti ekki bara okkur börnin sín heldur heilan hóp af börnum sem hún kynntist á gæsluvöllunum og leikskólanum. Og svo átti hún heilmikið í frændsystkynum sínum og öðrum börnum sem komu til dvalar í sveitinni.

Sveitin var mömmu afar kær og fylgdist hún þar með öllu alveg fram á það síðasta. Hvernig gengur heyskapurinn ? Hvað vantar margar kindur af fjalli ? Hvenær byrjar sauðburðurinn ? Hvað með þetta og hvað með hitt ?

Sálin var oft í sveitinni og við nutum góðs af.

Mamma hugsaði alltaf fyrst um aðra og ekkert var mikilvægara en að okkur börnunum og fjölskyldunni liði sem best. Hún fylgdist vel með okkur öllum og var í miklu sambandi við sitt fólk. Samband hennar og systkyna hennar var líka afar náið. Systrahringurinn eins og við köllum þær systur gjarnan tala saman eins oft og mögulegt er. Samstaða var málið en það mátti alveg rökræða um hlutina.

Samband mömmu og Sverris var líka náið en þau deildu sameiginlegum áhugamálum s.s ferðalögum um hálendi  Íslands, leikhúsferðum og bókalestri.

Einnig nutu þau sín vel hér hjá okkur í Hallkelsstaðahlíð en hálfsmánaðar stopp yfir sumarið var orðið regla eins og viku vetrarheimsóknin.

En áhugamál þeirra númer eitt, tvö og þrjú var fjölskyldan og núna síðustu árin þegar ömmu og afabörnunum fjölgaði hratt var gleðin mikil.

Ég trúi því að þau bæði fylgjist með hópnum sínum frá öðrum stað.

 

Þær eru margar góða minningarnar sem rifjast hafa upp síðustu daga.

Lítil stelpa í sveitinni sem skottast með mömmu í öll útiverk, labbar í reykkofann og spáir í tunglið.

Lítil stelpa sem fylgdist með eldamennsku, hannyrðum og daglegum heimilisstörfum.

Lítil stelpa sem naut þess að heyra sögur og kúra í notalegu bóli.

Lítil stelpa sem ólst upp við þau forréttindi að hafa mömmu hjá sér mest allan sólarhringinn.

Þó að söknuðurinn sé sár þá er fyrir svo margt að þakka.

Þakka fyrir það sem hún var, það sem hún gerði, það sem hún sagði og það sem hún kenndi.

Það mikilvægasta er samt að þakka fyrir bestu mömmu í heimi.

Hvíl í friði elsku mamma mín.

 

  • 1