Færslur: 2016 September
25.09.2016 21:03
Dagur sex í fjárstússi.
Mánudaginn 19 september var ekkert annað í boði en rífa sig upp og bruna í Svignaskaðsrétt. Við höfðum verið ansi lengi að í fjárstússi kvöldið/nóttina áður svo það hefði nú verið svolítið gott að breiða upp fyrir haus. En dagurinn var fallegur og eins og alltaf gaman að koma í Skarðsréttina. Fjöldi fólks var mætt á svæðið og einnig var margt fé í réttinni. Þetta er þriðja árið sem við erum skilamenn í réttinni og að þessu sinni fengum við Kolhreppingar 53 kindur í réttinni.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
24.09.2016 13:23
Dagur fimm.
Það eru ekki allar kindur jafn spenntar fyrir því að koma heim á haustin. Nokkrar þeirra má sjá hér á myndinni en þessar ætluðu sér að sleppa frá smalanum og skjótast á bak við Þríhellurnar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||
23.09.2016 22:18
Dagur á milli fjögur og fimm, ætli það sé ekki nótt ?
Eftir að við komum heim úr Vörðufellsréttinni er sjálfsagt að gera vel við mannskapinn bæði í mat og drykk. Eins er mikilvægt að hafa gaman og það er nú ekki erfitt með öllum þessum snillingum. Á þessari fyrstu mynd erum við sem duglegust erum að halda ,,föðurættarhitting,, hann er t.d alltaf í réttunum. Svo erum við líka búin að fastsetja árlegan hitting í janúar en þá er tíminn til að spá í sauðfjárræktina og forustufjárgripina.
|
||||||||||||||||||||||
22.09.2016 12:01
Dagur fjögur........
Vörðufellsréttin var laugardaginn 17 september í blíðu eins og reyndar oftast. Hér á fyrstu myndinni eru Brá og Margrét Grundarfrú að draga af kappi. Hvar ætli Mummi og Björgvin haldi sig ????
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
20.09.2016 22:06
Dagur þrjú.................
Þarna eru danirnir okkar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
17.09.2016 19:24
Dagur tvö ..................
Þessi vaska sveit lagið af stað upp Brúnabrekku á leið sinni til að smala Oddastaðafjall. Hrannar og Rifa, Maron og Tralli og svo Skúli á milli þeirra en hann varð bærði að fá hund og hest hjá húsfreyjunni. Jarpur litli Glotta og Karúnarson stóð sig með prýði og Ófeigur ofurhundur gerði gagn. Það kom nú ekki til af góðu að Ófeigur varð fyrir valinu en Freyja aðalsmalahundurinn fárveiktist fyrir stuttu síðan og drapst. Okkur finnst mikil eftisjá í Freyju sem var orðin þrælgóður smalahundur. Nú smalar hún bara í grænu högunum hinumegin.
|
||||||||
15.09.2016 09:18
Dagur eitt............
Það var vel við hæfi að hitta þennan kappa í fyrstu smalamennsku haustsins. Höfðinginn Vökustaur heilsaði húsfreyjunni með virtum og kindalegu glotti. Eftir smá samræður um atburði sumarsins var komið að því að halda heim. Þessi spaki snillingur sá samt fulla ástæðu til að trimma húsfreyjuna aðeins enda sjálfsagt mál að halda henni í formi. Það varð að samkomulagi að heim skyldi haldið og gekk ferðin að mestu vel þrátt fyrir óundirbúna króka.
|
||||||||||||
10.09.2016 22:22
Réttir handan við hornið.
Útsýnið er fallegt af Skálarhyrnunni yfir Nautaskörðin og niður að Hafurstöðum.
Nú styttist óðum í réttirnar og skipulagið tilbúið fyrir okkur hér í Hlíðinni.
Miðvikudagurinn 14 september, þá smölum við inní Hlíð og útá Hlíð. Fimmtudagurinn 15 september smalamennska á Oddastöðum, rekið inn heima. Föstudagurinn 16 september smalamannska Hafurstaðir og Hallkelsstaðahlíð. Laugardagurinn 17 september Vörðufellsrétt. Sunnudagurinn 18 september rekið inn, dregið í sundur og lömb vigtuð. Mánudagurinn 19 september gera skil í Skarðsrétt og sláturlömb rekin ínn um kvöldið. Þriðjudagurinn 20 september sláturlömb sótt, Mýrdalsrétt.
Eins og sést er þessi vika ansi lífleg hjá okkur og nóg um að vera á öllu vígstöðum. Þeir sem áhuga hafa á að koma og smala með okkur nú eða stússa í fjárragi eru hjartanlega velkomnir. Allar nánari upplýsingar er góðfúslega veittar í síma 8628422. Hlökkum til að sjá ykkur, bestu kveðjur úr Hlíðinni. |
07.09.2016 20:16
Svandís Hallsdóttir fæddist í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 25 febrúar 1943. Svandís lést á krabbameinsdeild Landsspítalans 27 ágúst 2016. Foreldrar hennar voru hjónin , Hallur Magnússon og Hrafnhildur Einarsdóttir í Hallkelsstaðahlíð. Svandís var eitt tólf barna þeirra. Þau eru Einar, f.1927, Sigríður Herdís,f.1928, Anna Júlía,f.1930, Sigfríður Erna,f.1931, Ragnar, f.1933, Margrét Erla, f.1935, Guðrún, f.1936, Magnús,f.1938, Sveinbjörn,f.1940, Elísabet Hildur,f.1941, Svandís, f.1943, og Halldís, f.1945. Látin eru Magnús, Einar og Guðrún. Svandís ólst upp í Hallkelsstaðahlíð en Hallur faðir hennar lést árið 1945 þegar hún var einungis 2 ára gömul. Hrafnhildur móðir hennar bjó áfram með börnum sínum í Hallkelsstaðahlíð. Svandís bjó í Hallkelsstaðahlíð til ársins 1980. Svandís gekk í Húsmæðraskólann á Varmalandi,stundaði almenn bústörf í Hallkelsstaðahlíð. Hún vann m.a um tíma í Hreðavatnsskála og Laugargerðisskóla. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún fyrst meðfram barnauppeldi við skúringar í Landsbankanum, síðan um árabil á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar og að síðustu á Leikskólanum Bakka í Grafarvogi.
Þann 22 apríl 1965 eignaðist hún dótturina Sigrúnu Ólafsdóttur. Barnsfaðir; Ólafur Kjartansson frá Haukatungu f.1 mars 1944 d. 4 júní 1966. Sigrún er gift Skúla L Skúlasyni og eiga þau soninn Guðmund Margeir unnusta hans er Brá Atladóttir.
Svandís giftist þann 22 ágúst 1981 Sverri Úlfssyni f 10 nóv.1937 á Úlfljótsvatni dáinn 3 desember 2014. Börn þeirra eru: 1) Hrafnhildur f.18.september 1981, sambýlismaður Francisco Da Silva, þau eiga tvær dætur Fríðu Maríu og Írisi Lindu. 2) Ragnar f.26 janúar 1984, sambýliskona Elsa Petra Björnsdóttir, börn þeirra Svandís Sif og Sverrir Haukur. Svandís og Sverrir bjuggu fyrst í Gröf í Miklaholtshreppi en fluttu til Reykjavíkur 1982.
Börn Sverris frá fyrra hjónabandi: Ragna Sverrisdóttir f. 14 mars 1961, eiginmaður Guðmundur Árnason, börn þeirra Árni og Óðinn. Kolbeinn Sverrisson f. 2 janúar 1967, eiginkona Þóranna Halldórsdóttir, sonur þeirra Halldór. Útförin fer fram frá Grafavogskirkju miðvikudaginn 7 september og hefst kl 13.00
Minningagrein Svandís Hallsdóttir.
Það er sárt að sakna og erfitt að breyta venjum og hefðum sem fylgt hafa manni alla ævi. Það er skrítið að geta ekki tekið upp símann og spjallað við mömmu, sagt fréttir, spurt álits eða bara heyrt röddina. Við mægður töluðum saman í síma flesta daga og undir það síðasta tvisvar til þrisvar á dag. Við voru ekki bara mæðgur við vorum líka vinkonur. Mamma var hlédræg, hógvær og ekki mikið fyrir að láta á sér bera eða í sér heyra í margmenni. Hún gat þó alveg látið gamminn geysa við okkur fjölskylduna og látið í sér heyra. Mamma hafði sínar skoðanir og fylgdi þeim eftir af þunga ef á þurfti að halda. Mömmu var mikið í mun að börnin hennar væru kurteis og sýndu fólki virðingu. Ég man bara eftir að hún hafi skammað mig einu sinni og þá átti ég það fullkomlega skilið. Enda eiga börn ekki að brjóta rúður. Mamma var ljúf en staðföst og hafði svo gott lag á að leiðbeina á jákvæðan og notalegan máta. ,,Það á ekki að skamma börn með hávaða,, sagði hún oft og lagði áherslu á hvert orð, það á að tala við þau. Ég hugsa að þau skipti hundruðum börnin sem að hún hefur ,,talað,, við í gegnum tíðina. Með góðum árangri. Hún átti ekki bara okkur börnin sín heldur heilan hóp af börnum sem hún kynntist á gæsluvöllunum og leikskólanum. Og svo átti hún heilmikið í frændsystkynum sínum og öðrum börnum sem komu til dvalar í sveitinni. Sveitin var mömmu afar kær og fylgdist hún þar með öllu alveg fram á það síðasta. Hvernig gengur heyskapurinn ? Hvað vantar margar kindur af fjalli ? Hvenær byrjar sauðburðurinn ? Hvað með þetta og hvað með hitt ? Sálin var oft í sveitinni og við nutum góðs af. Mamma hugsaði alltaf fyrst um aðra og ekkert var mikilvægara en að okkur börnunum og fjölskyldunni liði sem best. Hún fylgdist vel með okkur öllum og var í miklu sambandi við sitt fólk. Samband hennar og systkyna hennar var líka afar náið. Systrahringurinn eins og við köllum þær systur gjarnan tala saman eins oft og mögulegt er. Samstaða var málið en það mátti alveg rökræða um hlutina. Samband mömmu og Sverris var líka náið en þau deildu sameiginlegum áhugamálum s.s ferðalögum um hálendi Íslands, leikhúsferðum og bókalestri. Einnig nutu þau sín vel hér hjá okkur í Hallkelsstaðahlíð en hálfsmánaðar stopp yfir sumarið var orðið regla eins og viku vetrarheimsóknin. En áhugamál þeirra númer eitt, tvö og þrjú var fjölskyldan og núna síðustu árin þegar ömmu og afabörnunum fjölgaði hratt var gleðin mikil. Ég trúi því að þau bæði fylgjist með hópnum sínum frá öðrum stað.
Þær eru margar góða minningarnar sem rifjast hafa upp síðustu daga. Lítil stelpa í sveitinni sem skottast með mömmu í öll útiverk, labbar í reykkofann og spáir í tunglið. Lítil stelpa sem fylgdist með eldamennsku, hannyrðum og daglegum heimilisstörfum. Lítil stelpa sem naut þess að heyra sögur og kúra í notalegu bóli. Lítil stelpa sem ólst upp við þau forréttindi að hafa mömmu hjá sér mest allan sólarhringinn. Þó að söknuðurinn sé sár þá er fyrir svo margt að þakka. Þakka fyrir það sem hún var, það sem hún gerði, það sem hún sagði og það sem hún kenndi. Það mikilvægasta er samt að þakka fyrir bestu mömmu í heimi. Hvíl í friði elsku mamma mín.
|
- 1