24.06.2015 22:09
|
Þessi flotta hryssa vakti mikla lukku þegar hún kom í heiminn, hún er undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi.
Liturinn er flottur en á eftir að breytast í grátt þegar fram líða stundir.
Hryssan hefur ekki enn hlotið nafn en það stendur til bóta.
|
Þessi kappi heitir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, hann er undan Snekkju og Konsert frá Hofi.
|
Hér eru litskrúðugar mæðgur þær Létt og litla Léttlind sem er undan Glaumi frá Geirmundarstöðum.
Á myndinni er hún nokkura klukkustunda gömul.
|
Þessi er slakur og lætur sig dreyma um gull og græna haga...........
Þetta er Hagur frá Hallkelsstaðahlíð undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör minni.
|
Úpppssss..........og ég sem ætlaði að vera stóðhestur.
Þetta er hún Brekka frá Hallkelsstaðahlíð undan Þríhellu og Vita frá Kagaðarhóli.
|
Að lokum er hér mynd af einum ,,glænýjum,, hann er undan Rák og Ramma frá Búlandi.
Hann var kominn á sprettinn um leið og hann stóð á fætur.
Betri myndir og nánari upplýsingar við fyrsta tækifæri.
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
08.06.2015 22:29
|
Vorið kom í gær þann 7 júní og ekki orð um það meir.
Eða...................ef að þið efist þá var rok og rigning í allan dag svo þetta er staðreynd.
Já vorið er komið og grundirnar gróa.........enda kominn tími til.
Það var orðið full einfallt mál að telja stráin og því var það kærkomið að sjá græna litinn breiðast út eftir rigninguna.
Örfáar kindur eru eftir óbornar en þó nokkuð er enn eftir af fé inni. Það er ekki einfallt mál að sleppa mörg hundruð lambám út á tún þegar gróður er lítill og láta allt ganga upp.
Annars hefur sauðburðurinn gengið vel að öllu leiti nema hvað gras og hita varðar.
Verð þó að segja að þessi sauðburður hefur verið nokkuð strembinn þar sem hann fór skart af stað og því varð allt pláss fljótt uppurið. Við erum svo gamaldags að við látum helst ekki út fyrr en atlætið er orðið nokkuð sæmilegt. Það krafðist mikillar vinnu og vökutíma þetta vorið að halda öllu í standi.
Það er því alveg hægt að skrifa allar auka hrukkur, grá hár og styrt skap á brasið.
En sauðburður er samt eitt það skemmtilegasta sem til er.
|
Þetta er uppáhaldið mitt hún Svört, snillingur undan Kveik frá Hesti. Hún hefur verið einstaklega farsæl og oftast þrílemd en var sónuð með tveimur þetta árið. Þegar styttist í sauðburð ljókkaði hún ansi skart og var ekki sjálfri sér lík. Ég reyndi eftir fremsta megni að gera vel við hana en það bar heldur lítinn árangur.
Á endanum bar hún svo fyrir tímann en það voru ekki tvö lömb sem fæddust heldur komu þau fjögur úr henni. Ekki tókst að bjarga lömbunum en Svört fær vonandi að njóta sumarsins þegar þar að kemur.
Kosta gripur sem á allt það besta skilið enda á hún sennilega hátt í 70 afkomendur á lífi.
|
Lestur og æfingar í Knapamerkjanáminu standa yfir hjá duglega vinnufólkinu okkar.
Þarna er hún Helga að nema fræðin.
|
Jenny og Maron í djúpum þönkum.
|
Og svo er það skyndipróf..................já það rífur í að mennta sig.
Skemmtilegir krakkar að leggja sig fram.
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir