31.01.2025 13:57

Og enn eru það síðbúnir fréttamolar 2024.

 

Smalamennskur og réttir eru klárlega eitt það skemmtilegasta við sauðfjárbúskapinn.

Að eiga svona dýrmætan hóp að eru forréttindi af bestu gerð.

Við erum svo þakklát fyrir ykkur alla daga.

Hér sjáið þið hópinn sem smalaði með okkur þetta árið.

 

 

Vaskur hópur að leggja af stað í fjallið, þessir smala að sunnan verðu.

 

 

Lánið lék við okkur og besta veður sumarsins var klárlega í réttarvikunni.

 

 

Þessi vösku drengir að gera sig klára fyrir svæðið að norðan verðu.

Dyjadalir, Ferðamannaborg, Beinakast og Hlíðarbunga voru ekki vandamalið.

Krakaborgardalurinn, Baltahryggurinn og Svartabrúnin voru auðvitað með.

 

 

Sumir smalarnir geta alveg talað....................

 

 

Þessir kappar eru á heimleið úr Oddastaðafjalli eftir velheppnaða smalamennsku.

Það eru alltaf veitingar þegar komið er inn um túnhliðið enda þarf féð að hvíla sig fyrir síðasta spölinn.

 

 

,,Sjáðu tindinn...........................

 

 

Hér eru alvarlegu málin rædd.

 

 

Hér er eftirlitið að störfum.

 

 

Sveinbjörn heitinn frændi hans væri nú ánægður með þetta.

 

 

Stund milli stríða..................

 

 

Um réttirnar er sjálfsagt að borða hollan og góðan morgunmat t.d sírópslengjur og kanelsnúða.

Látum svo skyr, brauð, kjöt og lax fljóta með.

 

 

Það eru ekki réttir nema bakað sé úr mjög mögrum kílóum af hveiti.

 

 

Þetta harðsvíraða gengi gerði það að verkum að við húsfreyjurnar í Hlíðinni gátum smalað og ragað í fé alla daga.

Við söknum mikið Stellu, Lóu og þeirra allra sem farnar eru en þessi komu sterk inn.

 

 

Þessir öflugu smalar sestir að snæðingi.

 

 

Auðvita er þessi fyrstur að klára matinn sinn en hann er alltaf fyrstur upp Giljatungurnar.

Og þó að hann þurfi að fara þær upp og niður allan daginn þá blæs hann ekki úr nös.

Hann getur því brosað breytt.

 

 

Eldhúsdaman og alltmuligt daman bregða á leik.

 

 

Virðulegar systur.

 

 

Verði ykkur að góðu.

 

 

Smalasögur....................

 

 

Það dugar ekkert nema hljómsveit................

 

 

Það hafa verið góðar sögur við þetta borð.

 

 

Gítarleikarinn og rótarinn brosleitir að vanda.

 

 

Það eru hvergi meiri líkur á að segja eitthvað gáfulegt en á jötubandinu.

Það vita þessi.

 

 

Dagurinn sem að lífgimbrarnar komu inn var fallegur en endaði auðvitað með roki og rigningu.

 

Fleiri molar 2024 á næstunni.