Það er ótrúlega gaman að fletta í gegnum myndirnar í símanum og rifja upp augnablikin.
Eins og í síðasta bloggi koma hér nokkrar myndir frá árinu 2024.
 |
Sauðburður er alltaf líflegur.
Þarna sjáið þið hluta af fæðingadeildinni.......................
Það var matartími.
|
 |
Hér er það hins vegar ,,kaffitíminn,, Atli Lárus gefur Atla heimaling.
 |
Hér er allt í standi................
|
|
Þessi hér eru öflug þegar kemur að sauðburði, já og réttum.
Rafvirkinn gefur stuð og þroskaþjálfinn greinir allt og alla.
Ekki eru þessi síðri en þau eru farin að sérhæfa sig í forustufé og ,,brjóstagjöf,,
Þessi mynd var tekin af okkur frænkum í vor þegar sauðburðarþreytan breyttist í galsa.
|
Þessi er hins vegar tekin fyrir örfáum árum......................
|
 |
Þessir fjórir strákar eru þarna að sækja geldfé og keyra það suður að Hafurstöðum.
Einn vinnur meira en hinir.
 |
Aflatölur úr Hlíðarvatni eftir sumarið 2024 eru góðar.
 |
Margir fræknir veiðimenn spreyttu sig en sumur eru einfaldlega betri en aðrir.
 |
Fjölmargir gönguhópar komu til okkar og flestir gengu þeir Vatnaleiðina góðu.
 |
Margir hestahópar komu líka til okkar síðast liðið sumar.
 |
Óvenju fáir fóru þó ríðandi Fossaleiðina, það kom til af mikilli úrkomu og vondu færi þar af leiðandi.
 |
Þarna lúrir tjörnin á Grafarkastinu og hefur það gott...................
 |
Svona veður var oft sumar sem leið, hægviðri en rakinn í loftinu mikill.
 |
Þessi mynd gæti heitið sauðburður nálgast................ sjáið þið snjóinn í fjöllunum ?
 |
En sumir dagar voru dásamlegir.
 |
En aftur að gönguhópum.....................
Þessi vaska sveit gekk á Geirhnjúk seinni part sumars undir styrkri stjórn Guðmundar Rúnars Svanssonar í Dalsmynni.
Að lokinni göngu kom hópurinn í kaffi og spjall til okkar.
Við áttum ánægjulega stund og nú er hugmyndin að halda áfram þessu formi í samstarfi við Guðmund Rúnar.
Ganga, skoða og koma í kaffispjall á eftir.
 |
Það er víða fallegt á fjöllum og ekki síst þegar maður nálgast Geirhnjúkinn.
 |
Nautaskörðin eru uppáhalds hjá mörgum og þau eru sannalega í miklu uppáhaldi hjá mér.
 |
Geirhnjúkurinn er ósköp lítill frá þessu sjónarhorni drónans en hann er samt tæpir 900 m yfir sjávarmáli.
Illagilið nýtur sín vel á þessari mynd og Axlirnar líka.
 |
Svolítið skrítin hlutföll hjá drónanum hér.....
 |
Það er lítið í Hlíðarvatni þarna og túnin sem við köllum inn í Hlíð njóta sín vel,
en þau eru vel falin nema frá þessu sjónarhorni.
 |
Fossakrókurinn en þarna er mjög lítið í fossunum eins og sést.
 |
Þarna rétt sést í endan á Krakavatni en meira í Brúnavatnið.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Þessi mynd er tekin úr Fossakróknum og sérst Fossáin liðast í átt að vatninu.
Læt þetta duga í bili en það er alveg ljóst að ég á þó nokkuð eftir af molum frá 2024.
Þeir koma síðar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir