  | 
		
		
			| 
			   
			Við byrjuðum réttarfjörið í Skarðsrétt við Svignaskaðrð eins og oft áður. 
			Gott veður og skemmtilegt fólk er staðalbúnaður þar. 
			  
			
				
					
						  | 
					 
					
						| 
						   
						Já það er sannarlega gaman að hitta gott fólk og taka stöðuna. 
						Þórhildur á Brekku, Guðrún á Ölvaldsstöðum og Sigríður frá Svignaskarði. 
						  
						
						 | 
					 
				
			 
			 | 
		
	
Já við vorum bara kát með daginn.
 
	
		
			  | 
		
		
			| 
			   
			Þessi mynd er hinsvegar tekin þegar við vorum að reka inn safnið heima í Hlíðinni. 
			  
			
				
					
						  | 
					 
					
						| 
						   
						Það var þétt skipað í fjárhúsunum ,réttinni og aðhaldsgirðingunni. 
						Vel yfir tvö þúsund fjár kom af fjalli þessa daga og líta heimtur þokkalega út m.v tíma. 
						  
						
						Alltaf gaman að raga í fé þegar veðrið er gott og allt þurrt og þokkalegt. 
						  
						
							
								
									  | 
								 
								
									| 
									   
									Uppáhaldskindur fá að sjálfsögðu mynd en þarna er hún Sýltkolla mín með gimbrina sína. 
									  
									 | 
								 
							
						 
						 | 
					 
				
			 
			
				
					
						  | 
					 
					
						| 
						   
						Hér má sjá vaska sveina að leggja af stað í Oddastaðafjall. 
						Ísólfur, Hrannar, Skúli og Sveinbjörn. 
						Þeir eru hluti þeirra smala sem sem nutu góða veðursins og smöluðu þennan fallega dag. 
						  
						
							
								
									  | 
								 
								
									| 
									   
									Þessi spræki bóndi lagði upp með nesti og nýja skó eins og lög gera ráð fyrir. 
									  
									
										
											
												  | 
											 
											
												| 
												   
												
													
														
															| 
															 Og auðvitað skilaði hann sér niður og var klár í ,,kaffitímann,, sem tekin var þegar niður var komið. 
															 | 
														 
														
															
															
																
																	
																		|   | 
																	 
																	
																		| 
																		   
																		
																			
																				
																					  | 
																				 
																				
																					| 
																					   
																					Hún Þóranna kemur sífellt á óvart og þarna er hún orðin þessi fína hestakona. 
																					  
																					
																						
																							
																								  | 
																							 
																							
																								| 
																								   
																								Já veðurblíðan hún var dásamleg. 
																								  
																								
																									
																										
																											
																											
																												
																													
																														  | 
																													 
																													
																														| 
																														   
																														Þessi tvö eðal á góðri stundu. 
																														  
																														
																															
																																
																																	  | 
																																 
																																
																																	| 
																																	   
																																	Bjór geymist misjafnlega það vitum við enda eins gott. 
																																	Ég þekki mann sem hendir ekki bjór en velur að drekka hann ekki alltaf á almannafæri. 
																																	Þá getur verið hentug að fara í nokkurhundruð metra hæð til fjalla og smala kindum. 
																																	Ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn byrjar á ............................... 
																																	 | 
																																 
																															
																														 
																														  
																														
																														 | 
																													 
																												
																											 
																											 | 
																										 
																										
																											| 
																											 Og þessi mæðgin stóðu sig frábærlega og áttu skilið ,,Tule,, en urðu að sætta sig við þennan. 
																											  
																											
																												
																													
																														  | 
																													 
																													
																														| 
																														   
																														Þessi voru öflug og stóðu sig eins og landgöngulið af bestu gerð. 
																														  
																														
																															
																																
																																	  | 
																																 
																																
																																	| 
																																	   
																																	Þessi hér er eðal og stóð sig frábærlega eins og venjulega. 
																																	Ég vildi nú fara að spara hana en hún er komin á níræðisaldurinn þó að það sjáist nú ekki. 
																																	Það var ekki í boði af hennar hálfu og við nutum svo sannarlega góðs af. 
																																	Að steikja mörg hundruð kjötbollur, elda kjötsúpu og baka lék í höndunum á henni. 
																																	  
																																	 | 
																																 
																															
																														 
																														
																															
																																
																																	  | 
																																 
																																
																																	| 
																																	   
																																	Klárir í Hafurstaðafjall....................nú mega óþægu kindurnar vara sig. 
																																	Telma, Maron, Ísólfur, Skúli og Hlynur. 
																																	  
																																	
																																		
																																			
																																				  | 
																																			 
																																			
																																				| 
																																				   
																																				Kindur eru klárar og finna gjarnan leiðir sem ekki er ætlast til að þær velji á sjálfan leitardaginn. 
																																				Stundum gerist eitthvað óvænt og þá verður að rjúka til og jafnvel fara á allt aðrar slóðir en til stóð. 
																																				Stutta útgáfan........ 
																																				Og ég komst fyrir þær .............. uppá Krókhlíðarkasti. 
																																				  
																																				
																																					
																																						
																																							  | 
																																						 
																																						
																																							| 
																																							   
																																							Það mátti ekki miklu muna og mikið sem myndavélin er góð að ná mynd án hreyfingar. 
																																							Já húsfreyjan blésð eins og suðvestan áttin í ham þegar rollu skammirnar voru sigraðar. 
																																							  
																																							
																																								
																																									
																																										  | 
																																									 
																																									
																																										| 
																																										   
																																										Sandfellið er alltaf fallegt í mínum augum. 
																																										
																																											
																																												
																																													|   | 
																																												 
																																												
																																													| 
																																													   
																																													
																																														
																																															
																																																  | 
																																															 
																																															
																																																| 
																																																   
																																																Séð yfir Háholtin á Hafurstöðum. 
																																																  
																																																
																																																	
																																																		
																																																			  | 
																																																		 
																																																		
																																																			| 
																																																			   
																																																			Blíðan maður blíðan. 
																																																			  
																																																			
																																																				
																																																					
																																																						  | 
																																																					 
																																																					
																																																						| 
																																																						   
																																																						Séð niður að Hafurstöðum. 
																																																						  
																																																						
																																																							
																																																								
																																																									  | 
																																																								 
																																																								
																																																									| 
																																																									   
																																																									Á leiðinni heim er gott að fá taxa. 
																																																									Þá er val um fyrsta, annað og jafnvel þriðja farrými. 
																																																									  
																																																									
																																																										
																																																											
																																																												  | 
																																																											 
																																																											
																																																												| 
																																																												   
																																																												Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. 
																																																												Ber er hver að bak nema bróður eigi. 
																																																												  
																																																												 | 
																																																											 
																																																										
																																																									 
																																																									
																																																										
																																																											
																																																												  | 
																																																											 
																																																											
																																																												| 
																																																												   
																																																												Og allri komu þeir heim..................smalarnir. 
																																																												  
																																																												
																																																													
																																																														
																																																															  | 
																																																														 
																																																														
																																																															| 
																																																															   
																																																															Gott dagsverk að baki. 
																																																															  
																																																															
																																																																
																																																																	
																																																																		  | 
																																																																	 
																																																																	
																																																																		| 
																																																																		   
																																																																		Þrjú í sófa ekki á palli. 
																																																																		  
																																																																		
																																																																			
																																																																				
																																																																					  | 
																																																																				 
																																																																				
																																																																					| 
																																																																					   
																																																																					Stína og strákarnir.................. 
																																																																					 | 
																																																																				 
																																																																			
																																																																		 
																																																																		 | 
																																																																	 
																																																																
																																																															 
																																																															  
																																																															
																																																															 | 
																																																														 
																																																													
																																																												 
																																																												 | 
																																																											 
																																																										
																																																									 
																																																									 | 
																																																								 
																																																							
																																																						 
																																																						 | 
																																																					 
																																																				
																																																			 
																																																			 | 
																																																		 
																																																	
																																																 
																																																 | 
																																															 
																																														
																																													 
																																													 | 
																																												 
																																											
																																										 
																																										 | 
																																									 
																																								
																																							 
																																							Auðvitað var sungið og haft enn meira gaman. 
																																							Þarna er lítið brot af stuðpinnunum. 
																																							  
																																							
																																								
																																									
																																										  | 
																																									 
																																									
																																										| 
																																										   
																																										Dúettinn................. 
																																										  
																																										
																																											
																																												
																																													  | 
																																												 
																																												
																																													| 
																																													   
																																													Þessi mynd getur bara heitið ,,Hrannar fúll og systur kátar" 
																																													  
																																													 | 
																																												 
																																											
																																										 
																																										 | 
																																									 
																																								
																																							 
																																							 | 
																																						 
																																					
																																				 
																																				 | 
																																			 
																																		
																																	 
																																	 | 
																																 
																															
																														 
																														 | 
																													 
																												
																											 
																											 | 
																										 
																									
																								 
																								 | 
																							 
																						
																					 
																					 | 
																				 
																			
																		 
																		 | 
																	 
																
															 
															 | 
														 
													
												 
												 | 
											 
										
									 
									
										
											
												  | 
											 
											
												| 
												   
												Dásalegir dagar með góðu veðri, frábæru fólki og íslensku sauðkindinni. 
												Hvað má biðja um meira. 
												Takk kærlega fyrir elsku vinir og vandamenn sem tókuð þátt í þessu réttastússi með okkur. 
												  
												 | 
											 
										
									 
									 | 
								 
							
						 
						 | 
					 
				
			 
			 | 
		
	
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir