29.09.2020 20:36

Réttir rokka ...........þriðji hluti.

 

Við vorum heppin þegar við smöluðum fegnum reyndar smá dembur en þó alveg innan marka.

Fossarnir voru rólegir og hófsamir í vatnavöxtum og vel gekk að reka yfir árnar.

Fossakrókurinn þarna fyrir miðju einn af mínum uppáhaldsstöðum.

Þarna upp með fossunum liggur svo kölluð Fossaleið á milli Hnappadals og Hörðudals.

 

 

Féð rennur niður Háholtin í átt að Hafurstöðum.

 

 

Horft yfir í Skálina, Nautaskörðin og Urðirnar.

 

 

Horft inn Brekkurnar, Höggið, Selbrekkan og Ferðamannaborgin  á sínum stað.

 

 

 

Þessar dömur stóðu sig vel í fyrirstöðunni á Selkastinu og töpuðu engri kind.

Daníella og Emilía taka stefnuna.

 

 

Atli í klettaklifri á leið fyrir kindur og Björg í Brekkunum í fyrirstöðunni.

 

 

Kolbeinn og Rúnar voru öflugir landgönguliðar að sunnan verðu.

 

 

Þessar dömur stóðu í ströngu í Giljatungunum, Öxlunum já og á Skálarhyrnunni.

 

 

Þessi klikkar ekki á sínum stað í Dyjadölunum var með fulla stjórn á aðstæðum ásamt Halli frænda sínum.

Er æviráðinn á þennan stað í fyrstu leit.

 

 

Kolbeinn tekur stöðuna á veðrinu í símanum.......................frúin fylgjist með.

 

 

En Atli tekur veðrið út um gluggann............og Hrannar etur skyr.

 

 

Þessir snillingar dauðslakir.

 

 

Þetta var grallaradeildin..........................eins og sjá má.

 

 

Dásamlegar dömur sem öllu redda, hvar værum við án þeirra??

 

 

Mættar í reiðhallarsalinn til að skammta okkur smalagenginu.

Ómissandi elskur.

 

 

Þetta er ekki Eva Joly mætt með tertu í réttirnar ............ ó nei gleraugun blekkja.

Þetta er orginal Þóranna með árlega dásemdar köku.

 

 

Smá sýnishorn af kaffiborðinu sko öðrum endanum takið eftir.

Það er ríkidæmi að eiga eitt stykki Stellu móðursystur á kanntinum.

 

 

Það var nauðsynlegt að hafa rúmt á mannskapnum þetta árið og því borðuðum við í salnum í reiðhöllinni.

 

 

Dalamenn taka stöðuna og spá í spilin.

 

 

Það gerðu líka þessi.

 

 

Eðalsmalar spjalla saman eftir matinn.