29.09.2020 17:31

Réttir rokka ............ annar hluti.

 

 

Þessar reffilegu gimbrar eru ofurgreindar og hlýða Víði eins og lög gera ráð fyrir.

Ein kind kæmist auðveldlega á milli þeirra ........... svona langsum allavega.

Hér hefur verði dansað rollurokk alla daga í hálfan mánuð og hvergi gefið eftir.

Leitir, réttir, förgun og hvað eina sem sauðfjárbúskap við kemur en allt þó aðeins öðruvísi en áður.

Já þetta leiðinda covid truflar margt en þó ekki allt. Það var í það minnsta gaman alla þessa daga.

Þetta árið verða myndirnar að tala sínu máli en þó komu dagar þar sem að veðrið leyfið ekki myndatökur.

Okkar góða aðstoðarfólk mætti en þó urðu nokkrir uppáhalds að bíða betri tíma.

Takk fyrir alla hjálpina hún var dásamleg og þið hin sem komust ekki við hlökkum til að fá ykkur síðar.

 

 

Þarna er verið að legga af stað í smalamennskuna sem er alltaf mannfrekust og lengst.

Þá smölum við Hafustaða og Hlíðarland en að auki var Bakkamúlinn smalaður til okkar.

Á myndinni eru Ísólfur, Brá, Maron, Skúli og Hrannar.

 

 

 

Þarna eru hinsvegar hluti af landgönguliðinu sem lagði fyrst af stað og fór í lengstu göngurnar.

Þá er gott að vera léttir í spori, þarna má m.a sjá maraþonhlaupara og flugmann.

Hallur, Hilmar, Kolbeinn og Darri klári í slaginn.

 

 

Og ekki standa þessar dömur sig síður eldfljótar og úrvals smalar.

 

 

Það er ekki alltaf slétt............... þarna er Ísólfur í smá klöngri.

 

 

 

Komnar niður á veg og leiðin styttist.

 

 

Ef að grannt er skoðað má sjá tvo smala á myndinni þá Kolbein og Hall.

 

 

En hérna bara einn........................

 

 

.........................eins og hér.

 

 

Hér eru hinsvegar nokkrir smalar saman komnir a.m.k þrír fjórfættir og áhugasamir.

 

 

Og áfram skal haldið.

 

 

Sumar kindur velja ekkert endilega bestu leiðina.................

 

 

Vegaveitingar voru hér mættar á svæðið og hresstu aðeins uppá mannskapinn.

 

 

Held bara það hafi verið gleði í dósinni góðu.

 

 

Búralegir þessir kappar og kátir með veitingarnar og lífið.

 

 

Það var bara einn Hallur sem mætti í réttirnar núna, hann var tvíefldur að þessu sinni.

Hinn mætir næst hress að vanda.

 

 

Það þarf að fara víða jafnvel innan túngirðingar.

 

Gott þegar vatnsstaðan er svona há þegar smalamennskur standa yfir.

Færri flóttaleiðir.

Framhald verður tilbúið til birtingar innan skamms.