10.09.2020 21:36
Skipulagt kaos.
Já svona getur sveitalífið verði gott.................... stund milli stríða í dásamlegu veðri. Það var svona vinnufundur og þá er nú gott að taka smá stund í andlega íhugun. Annars fer nú að verða hæpið að taka lífinu með ró það styttist nefninlega í réttir. Og eins og stundum áður er nú ýmislegt eftir að gera áður en hátíðin gengur í garð.
|
Dagurinn fór að mestu leiti í að gera við réttina við fjárhúsin nú eða næstu því endurbyggja hana.
Skipta um staura og timbur síðan verður að leggja rauða dregilinn með góðum skammti af rauðamöl.
Þá verður réttin loksins orðin ásættanlegur samkomustaður fyrir sauðfé og smala.
Næstu dagar eru vel ásettnir og skipulag næstu viku orðið að mestu klárt.
Um helgina byrjum við kindastússið þetta haustið á að sækja fé inná Skógarströnd.
Á mánudaginn þann 14 förum við svo og gerum skil í Skarðsrétt.
Þriðjudagurinn er dagurinn sem að allt sem er eftir verður gert..............
Miðvikudagur er smaladagur inní Hlíð og útá Hlíð.
Fimmtudagur er smalað á Oddastöðum og Hliðarmúlinn.
Föstudagur þá er stæðsta smalamennskan okkar þ.e.a.s Hlíðar og Hafurstaðaland smalað með nokkrum auka ,,slaufum,,
Laugardagurinn er Vörðufellsréttardagurinn og auk þess þarf að sækja fé á aðra bæi.
Á sunnudaginn rekum við svo inn drögum í sundur, veljum og vigtum sláturlömb.
Mánudagur þá rekum við inn sláturlömb og undirbúum fyrir fluttning á þriðjudegi.
Þriðjudagurinn er svo Mýrdalsréttardagurinn og að auki verða sótt til okkar sláturlömb.
Miðvikudagurinn................tja okkur leggst eitthvað til, nú eða tökum það bara rólega eftir törnina.
Nú er bara að hugsa hlýlega til allra smalanna okkar og vona að veðrið verði dásamlegt.
Hlakka til að sjá ykkur við erum langt undir 200 ennþá.
Bara svona í lokin..................
Þarna sjáið þið Grýluhellir hann er hérna í Hlíðarmúlanum nánar tiltekið í Bæjarkastinu. Grýla býr í hellinum á því er enginn vafi.
Bæjarkastið var gjarnan æfinga smalastaður upprennanndi smala svona á meðan þeir voru að ávinna sér traust til að fara uppá Múla.
Á mínum yngri árum beið ég eftir að fá að sjá kellu en hún vildi aldrei sýna sig þegar ég fór þarna um.
Verð samt að játa að ég var svolítið hrædd þegar ég snéri baki í hellirinn og fór heim aftur.
Var ekki alveg með hreina samvisku og hugsaði mikið um hvað maður mætti vera óþekkur til að sleppa.
Kannski hitti ég Grýlu í næstu smalamennsku.