03.04.2020 21:47
Tæknin gerir gott.
Það er skrítnir tímar sem við lifum og ótal margt sem hefur breyst á örstuttum tíma.
Margt sem var sjálfsagt fyrir svona fjórum vikum er ekki í boði í dag.
Við höfum t.d ekki getað heimsótt hann Sveinbjörn frænda okkar en hann dvelur nú á Brákarhlíð í Borgarnesi.
Eins og á öðrum hjúkrunar og dvalarheimilum er heimsóknarbann.
Þó svo að það sé erfitt fyrir alla að geta ekki hitt fólkið sitt þá er þetta nauðsynlegt til að vernda heimilisfólk og starfsmenn.
Sveinbjörn tekur þessu með miklu æðruleysi heyrir bara reglulega í okkur í síma og fær stöðuna á búskapnum.
Já og fréttir af litla frænda sínum sem er í miklu uppáhaldi ,,hvað er að frétta af stráksa,, ? spyr hann gjarnan.
Það var því vel við hæfi að það væri litli frændinn sem að hann helst vildi sjá og heyra í þegar honum var boðið að nýta tæknina og hringja á skype.
Kvenfélag Hálsasveitar gaf nýlega spjaldtölvur til að íbúar á Brákarhlíð gætu haft möguleika á að sjá og heyra í sínum nánustu í samkomubanninu.
Það þarf ekki að fjölyrða um það að þetta hefur svo sannarlega slegið í gegn og gefið margar ánægju stundir.
Dömurnar á Brákarhlíð aðstoðuðu Sveinbjörn við að ná sambandi við okkur hér í Hlíðinni.
Á meðfylgjandi myndum má sjá þá feðga spjalla við frændann og skemmta honum.
Sá litli var nývaknaður og til í allt þegar hringingin kom, fór á kostum og gerði allar kúnstir sem hann kunni.
Sveinbjörn var steinhissa á þessari ofur tækni og mjög kátur með að geta spjallað við okkur í mynd.
Já og meira segja tekið úr snjóalög og fleira hér í kring.
|
||
Það er mikils virði að vita að vel er hugsað um fólkið sitt á svona tímum. Þessi hringing var gleðileg ekki bara fyrir hann Sveinbjörn sem að við heyrum í flesta daga heldur okkur öll. Mikið reynir á alla undir þeim kringumstæðum sem nú eru og ekki síst starfsfólk á dvalar og hjúkrunarheimilum. Þá er svo mikilvægt að geta gert sem flest sem léttir lund og auðveldar fólki lífið. Takk Kvenfélag Hálsasveitar, takk starfsfólk Brákarhlíðar þið eruð ómetanleg. |