30.09.2019 19:11

Réttirnar rokka.... þriðji hluti.

 

Þeir voru kátir strákarnir sem mættu í Mýrdalsrétt þriðjudaginn 24 sept síðast liðinn.

Steinar frá Tröð, Jón frá Mýrdal (Jón Mýri) og Lárus í Haukatungu.

Að venju var Mýrdalsrétt skemmtilegt mannamót sem fór vel fram í alla staði.

 

 

Fjölskyldan í Hraunholtum var að sjálfsögðu mætt.

 

 

Ungir sauðfjárbændur voru mættir á réttarveginn.

 

 

....................og létu fara vel um sig.

 

 

Þessir frændur voru líka kátir og hressir eins og dagurinn bauð uppá.

 

 

Lækjarbugsbóndinn í flottu bæjarpeysunni sinni, spurning um að hafa samræmdan bæjabúning í réttunum ?

 

 

Hann Arnþór í Haukatungu hefur slegið í gegn með leik í þorrablótsmyndböndum síðustu þorrablóta.

Hér heilsar hann Krossholtsbóndanum með stæl, spurning hvort æfingar séu hafnar fyrir þorrablót ??

 

 

Hallbjörn og Agla í Krossholti ræða málin og Þórir á Brúarfossi spáir í spilin.

 

 

Jónas Jörfa bóndi og Albert á Heggstöðum alvarlegir í bragði.

 

 

Fjör í fjárdrætti.

 

 

Frændskapur með bros á vör, Sigríður Hraunholta húsfreyja og Andrés bóndi í Ystu Görðum.

 

 

Jónas og Jóel á Bíldhóli líta yfir fjárhópinn.

 

 

Bændur spjalla.

 

 

Og spá í fénaðinn.

 

 

Strákarnir í miðsveitinni hressir að vanda.

 

 

Þessi ungi maður var bara slakur enda fer hamagangur illa í sauðfé.

Friðjón Haukur með kollu sína.

 

 

Áslaug Mýrdalsfrú lét ekki sitt eftir liggja við fjárdráttinn og dróg af kappi.

 

 

Og eina ráðið sem Mýrdalsbóndi kunni til að halda í við frúnna var 2 fyrir 1 tilboð.

 

 

Guðjón í Lækjarbug og Gísli á Helgastöðum spjalla við réttarveginn.

 

 

Kálfalækur og Krossholt, klárlega káin tvö.

 

 

Stund milli stríða Jón og Steinar virða fyrir sér fjárhópinn.