28.09.2019 16:50

Réttirnar rokka....... annar hluti.

 

Við vorum skilamenn fyrir Kolhreppinga í Svignaskarðsrétt mánudaginn 14 september.

Eins og næstum alltaf var blíða og dásemdarveður þar, mannlíf með ágætum og fjárfjöldinn sem okkur var ætlaður komst á kerruna í einni ferð.

Hér í öðrum hluta af réttarbloggi þessa hausts sjáið þið mannlífið í réttinni.

Á fyrstu myndinni eru saman Þorsteinsbörnin Auður Ásta og Stefán sem voru kát með lífið og tilveruna.

 

 

Þessi voru líka kát eins og vera ber í réttunum, Kristján í Laxholti og Halldóra í Rauðanesi.

 

 

Það er allaf gaman að hitta hann Kristján frá Tungulæk en hann var mættur í leitir og réttir.

 

 

Stafholtsveggjabændur líta yfir fjárhópinn.

 

 

Óli Þorgeirs og hans fólk voru að sjálfsögðu mætt.

 

Það er gaman þegar margir mæta í réttirnar eins og þessa.

 

 

Þessir vinir voru alveg til í að pósa svolítið fyrir mig, svo dásamlega glöð.

 

 

Það er eins gott að hafa eftirlit með afanum þegar sparikindurnar eru dregnar í dilk.

Beigaldabændur að störfum.

 

 

Halli á Háhóli einbeittur á svip.

 

 

Spjallað á réttarveggnum.

 

 

Flottar húsfreyjur önnur úr Laxholti hin úr Rauðanesi.

 

 

Málin krufin............ Kristján í Laxholti og Einar í Túni.

 

 

Rósa í Rauðanesi og Kristján í Laxholti.

 

 

Mergjaðar sögur úr sveitinni nú eða bara heimsmálin krufin til mergjar.

Steini Vigg, Skúli og Guðmundur á Beigalda taka stöðuna.

 

 

Guðrún á Leirulæk hefur orðið, Halldóra fjallkóngur og Rósa mamma hennar hlusta.

 

 

Sigurjón á Valbjarnarvöllum lítur yfir fé og fólk.

 

 

Réttarstjórinn Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum tekur stöðuna.

 

 

Sigurjón á Valbjarnarvöllum og Guðmundur Finnsson.

 

 

Þorsteinn Viggósson og Guðrún Fjeldsted bíða þess að öll farartæki fyllist af fé.

 

 

Sauðfjárbændur úr Borgarnesi líta yfir fénaðinn.

 

 

Þessi góði hópur bar saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.

 

 

Og þessar flottu dömur voru næstum eins kátar og þær voru á HM í Berlín.

Auður Ásta og Rósbjörg brostu breitt og höfðu gaman.

 

Já það er gaman í rétunum, næsti hluti verður úr Mýrdalsréttinni.