20.09.2019 21:51

Og skipulagið flaut burt..............

 

Það er búið að rigna vel síðustu daga og klárlega bæta fyrir þurrka sumarsins.

Skipulag leita farið aðeins úrskeiðis hér í Hlíðinni en við ætlum að reyna rétta það af á morgun.

Síðast liðinn miðvikudagur var góður smaladagur þrátt fyrir rigningu en þá smöluðum við inní Hlíð og útá Hlíð.

Óvenjulega margt fé kom úr þeirri smalamennsku en við tókum aðeins stærra svæði en venjulega og svo hefur fé sópast niður úr fjallinu að undanförnu.

Fimmtudagurinn var ansi blautur en það er dagurinn sem við smölum Oddastaðaland og Hlíðarmúla.

Til að gera langa sögu stutta þá var stífur strekkingur og ausandi rigning þrátt fyrir það kom nokkur fjöldi fjár.

Rúmlega þúsund fjár var réttað í fjárhúsunum á meðan rigningin buldi á þakinu.

Smalamennsku sem átti að fara fram í dag  var hinsvegar fresta til morguns og nú er bara að vona að það viðri vel á morgun.

 

 

Svona leit Fossárin út í dag þegar meira að segja var farið að sjattna töluvert í henni.

 

 

Þá kom í ljós að fjórar kindur höfðu farið í strauminn og drepist, vonandi að fleiri hafi ekki farist í vatnavöxtunum.

 

 

Þarna er eftirlitsgengið að störfum.................

 

 

Það gekk á með helli dembum í allan dag.

 

 

Djúpadalsáin var kát.

 

 

Þessi leit öðruvísi út í sumar.

 

 

Hyldjúpur hylur við Rásina.

 

 

Já klárlega sund fyrir hross.

 

 

Myndarlegir lækir runnu niður hlíðina og aurspýjur fylgdu með.

 

 

Já þurrkasumarið er búið.