17.08.2019 16:12

Berlín 2019

 

Við áttum snildar daga með góðu fólki á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.

Góður félagsskapur, flottir hestar og algjör blíða var það sem Berlín hafið uppá að bjóða þessa viku sem við dvöldum þar.

Mótið heppnaðist að flestu leit vel en þó var ýmislegt sem að við söknuðum frá síðasta mót sem haldið var í Hollandi.

Íslendingarnir stóðu sig vel og þó nokkrir titlar fylgdu með heim til Íslands. Auðvita er það svo að ekki fá allir að eiga sinn besta dag þegar helst skyldi.

En þegar tveir einstaklingar stíga dans undir mikilli pressu við framandi aðstæður þá getur margt gerst.

Stórkostlegir gæðingar sem oft hafa glatt þá sem á hafa horft eiga eins og aðrir misjafna daga.

Það breytir ekki í mínum huga gæðum þeirra sem kosta gripa til kynbóta nú eða keppnis afreka.

Það kemur dagur eftir þennan dag og HM eftir þetta mót.

Að öllum ólöstuðum þá var sprettur Magnúsar Skúlasonar og  Völsu frá Brösarpsgarden í gæðingaskeiði sprettur mótsins.

Jóhann Skúlason er hinsvegar óumdeildur konungur tölts og fjórgangs á þessu mót. Hann og Finnbogi áttu svo sannarlega gæsahúðasýningar mótsins.

Spennan  í úrslitunum var þannig að mörg blóðþrýstingsmet voru slegin.

 

 

Hópurinn okkar stækkaði frá því á síðasta heimsmeistaramóti og við bættist úrvalsfólk sem gaman er að ferðast með.

Gaman er að segja frá því að stór hluti hópsins er búsettur eða hefur verið búsettur í Hnappadalnum, nú eða verið þar í sveit.

Margar sögur tengdar Syðri Rauðamel, Rauðkollsstöðum, Oddastöðum og Hallkelsstaðahlíð fóru í lofið þessa skemmtilegu viku.

Já sögur frá því í gamla daga eru skemmtilegar í góðra vina hópi.

 

Einhver grallarasvipur á þessum...................

 

 

Aflabræður (hluti af þeim) voru hressir að vanda og höfðu allt undir kontról.

Ekki fleiri ferðir á barinn ..................... þetta er komið nóg.

 

 

Staðan tekin og undirbúiningur fyrir kvöldmáltíð í fullu gangi.

 

 

Forstjóri TT travel kammpakátur með einu þegnana.

 

 

 

Alvörumál á ferðinni...................enn einn kvöldmaturinn.

 

 

TT travel hjónin í góðum gír.

 

 

Já og þessi heiðurshjón líka.............

 

 

Við Kristín Eir vorum kátar með lífið og pósuðum smá.

 

 

Fyrrverandi heimsmeistari í tölti og fararstjórinn í stuði.

 

 

Kristín Lárusdóttir og fjölskylda með vinkonu sinni.

 

 

Skúli og Brandur frændi minn í djúpum hugleiðingum.

 

 

Stuðstelpur úr Reykholtsdalnum með vestfirsku ívafi.

 

 

Staðan tekin............. Halakots og Hlíðarbóndi ræða málin.

 

 

Skál í boðinu, já það þurfti sko að vökva í rúmlega 30 stiga hita.

 

 

Og aftur við vinkonurnar...................

 

 

 

Þessi voru hress og kát.

 

 

Töskuburður er ekkert gaman mál..................

 

 

Sólbakaðir bræður að skipuleggja eitthvað skemmtilegt.

 

 

Alltaf jafn dásamlegt að hitta þessi tvö og eiga með þeim gæðastundir.

 

 

Danskar stuðdömur gera lífi skemmtilegt, sjáumst á Íslandi dömur.

 

 

Nú eða bara í Danmörku.............. það var gaman að heimsækja þessi þangað.

Allavega er stefnan tekin á hitting í Herning á HM eftir tvö ár.

 

 

Sullsystur eru dásamlegar og lífguðu svo sannarlega uppá vikuna hér í Berlín.

 

 

Lífsins notið í botn.

 

 

Beðið eftir lambakjöti..........................

 

 

Hluti hópsins að njóta sín á Rauða steikhúsinu ,,okkar,,

 

 

Guðjón vel tengdur.................

 

 

Undirbúningur fyrir síðustu kvöldmáltíðina.

 

 

Klappliðið klárt í slaginn.

 

 

Já það var sko gaman í ferðinni.

 

 

Þessir tveir í þungum þönkum.

 

 

Svona var útsýnið af aðal hótelinu okkar.

 

 

En aðeins öðruvísi af þessu seinna.

 

 

Sem sagt Hótel Californíu.

 

 

Þessi barnavagn heillaði nýbakaða ömmu mikið, spurning um að setjast við hannyrðir.

 

 

Já það voru margir góðir gæðingar í Berlín en þó ekki af sömu tegnund og þessir hér.

Takk fyrir ánægulega viku í Berlín.