30.07.2019 15:46
Velkominn lítill maður.
Það hefur ríkt gleði og hamingja hér í Hlíðinni en þann 16 júlí eignuðust þau Mummi og Brá dásamlegan dreng.
Litli maðurinn var búinn að láta bíða aðeins eftir sér og því var gleðin ennþá meiri þegar hann loksins kom.
Allt gekk vel og allir hressir og kátir með stóran og flottan dreng.
Það er yndislegt að eignast heilbrigt barn og heldur betur tilhlökkun fyrir foreldra og fjölskyldur að sjá það þroskast og dafna.
Innilega til hamingju Mummi og Brá. Þetta er bara dásamlegt.
Amma og afi í Ólafsvík að hitta drenginn í fyrsta sinn.
Amma og afi í Óló það hljómar vel.
Það fór líka vel á með þessum á þeirra fyrsta fundi, sveita afinn alveg með þetta.
Nýjasta amman í Hlíðinni að dást að gullinu.
Heldur betur mannalegur þarna sá stutti og pabbinn stoltur.
Eftir smá puð þarf maður nú að leggja sig aðeins.
Já og hugsa málið...........
Gott að lúlla með gripinn sem að mamman heklaði fyrir mig.
Glænýr, dásmalegur og með hár sem að margir karlmenn dauðöfunda hann af.
Klárlega eitt mikilvægasta hlutverk mitt í lífinu að fá að verða amma.