28.06.2019 20:34

Folaldafjör 2019.

 

 

Það er alltaf gaman þegar hryssurnar fara að kasta og vonir að fæðast.

Þetta vorið hefur folaldafjörið farið rólega af stað og einungis fædd þrjú folöld. 

Það er samt von á fleirum og nú bíða þrjár sem kastað geta fljóttlega.

Garparnir á myndinni hér fyrir ofan eru ekki náskyldir eins og ætla mætti en ég held að þeir teljist allaveg andlegir ættingjar.

Fimm dagar skilja þá að í aldri og hafa þeir frá fyrstu kynnum verið mjög samstíga.

Hestanafnanefnd búsins er að störfum og hljóta þeir viðeigandi nöfn við fyrsta tækifæri.

 

 

Hér er annar garpurinn sonur Snekkju frá Hallkelsstaðahlíð og Ramma frá Búlandi.

 

 

Og þá er það hinn hann er undan Kölskör frá Hallkelsstaðahlíð og Heiðri frá Eystra Fróðholti.

 

 

Var frekar upptekinn við klór.................................

 

 

............en leit upp um síðir.

 

 

Þarna njóta þau veðurblíðunnar og lífsins.

 

 

Þessi litli hestur fæddist þann 21 júní.

Móðir Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Kveikur frá Stangarlæk.

 

 

Þeim elsta fannst hann bæði lítill og skrítinn en það getur nú átt eftir að breytast.

Margur er knár o.s.f.v..................

 

 

Já þeim fannst þetta allt mjög áhugavert og horfðu á með mikilli athygli.

Nú er bara að bíða og sjá hvað hinar hryssurnar hafa uppá að bjóða.