14.04.2019 22:28

Bændagaman..............

 

 

Meðlimir í Félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði komu í heimsókn til okkar í Hlíðina.

Föngulegur hópur sem var virkilega gaman að fá að hitta og spjalla við um allt milli himins og jarðar.

 

 

Við byrjuðum á að taka á móti þeim í reiðhöllinni og síðan var gengið um og skoðað.

Myndavélin var hinsvegar ekki með þegar sá gönugtúr var farinn.

 

 

Þessar elskur færðu okkur þennan fína páskablómvönd og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Hjónin í Lækjarbug og húsfreyjan á Stóra Kálfalæk.

Takið sérstaklega eftir þessum flottu lopapeysum.

 

Þessir strákar voru alveg til í að stilla sér upp fyrir myndatökur.

Jafnvel þó að þeir væru að gera veitingunum skil um leið og myndatakan fór fram.

 

Bændur spjalla.

 

 

Þessi voru einstaklega kát og hress eins og vera ber þegar menn gera sér glaðan dag.

 

 

Hestaskvísurnar í hópnum að taka út starfsemina í hesthúsinu.

 

 

Mummi í miðri sögu ...................... hún er sennilega um hesta......................

 

 

Það er alltaf voða gaman hjá okkur Magnúsi frænda mínum á Álftá þegar við hittumst.

Og það átti svo sannarlega við í gær þegar þessi mynd var tekin.

Við ræðum um hross og kindur, já og bara allt.

Algjör snillingur hann Mangi á Álftá.

 

 

Þarna er hann að segja mér eitthvað afar skemmtilegt..................

 

 

Og þá hlustar maður með athygli.

 

 

Bændaspjall.

 

 

Þessi tvö hlusta með andakt.

 

 

Spáð í spilin.

 

 

Hress og kát það var mottó dagsins.

 

 

Þessi tveir sáu um að tryggja fjölbreytileika í lopapeysum munstrum og brostu í kammpinn.

 

Takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.