10.02.2019 22:44
Þorrablót 2019 smá sýnishorn.
Þorrablót Ungmennafélagsins Eldborgar 2019 heppnaðist með miklum ágætum.
Húsfyllir var þrátt fyrir heldur napurt vetrarveður sem reyndar æsti sig uppí öskubyl.
Það gerði að verkum að flestir voru rólegir og fór ekkert að huga að heimferð fyrr en hljómsveitin hafði slegið sinn síðasta tón.
Heimferðin gekk frekar seint hjá flestum og sumir þurftu að gista annars staðar en þeir í upphafi ætluðu.
Nei, nei ekkert vafasamt sko, heldur urðu flestar leiðir þungfærar og skafbylur mikill.
Hér á fyrstu myndinni má sjá glaðbeitta nefnd sem stóð sig með mikilli prýði við að koma blótinu á koppinn.
Mummi, Þórður í Mýrdal Rannveig á Hraunsmúla, Karen á Kaldárbakka og Jóhannes á Jörfa.
Takk fyrir skemmtilegt blót krakkar.
Við tókum enga sénsa og smelltum af okkur mynd áður en lagt var í ann að heiman.
Þóranna, Kolbeinn og Björg í venjulegu stuði.
Hrannar, Brá og Þóra taka stöðuna .......... nei Hrannar eitthvað að plata dömurnar.
Sé það á honum.
Hallur, Jón og Sigfríð mættu eldhress.
Ystu Garða hjónin alltaf jafn hress.
Þessir frændur voru eitthvað hugsi..............
Prakkarasvipur á þessum hjónum.
Kátir voru karlar................... á Kaldárbakka,.
..........og frúrnar ekki síður.
Árleg myndataka af Kolviðarnessystrum þeim Sesselju og Jónasínu.
Beðið eftir þorragóssinu.
Ungir og efnilegir ................... árleg myndataka af þessum sveinum.
..............og enn fleiri bráð ungir og efnilegir.
Tveir Lárusar já og meira að segja frændur, Skúli Lárus og Lárus Ástmar sem var veislustjóri á blótinu.
Brá og Þóra í stuði.
Kátar vinkonur í a.m.k 100 ár.
Kokkurinn stóð sig með prýði og bauð okkur uppá úrvals þorramat. Séstaklega var súrmaturinn æði.
Þarna eru hann og Mummi að ráða ráðum sínum.
Það er alltaf stuð á þorrablóti í Lindartungu en sumir eru þó í meira stuði en aðrir.
Það þarf ekki texta með þessari mynd..................
Hljómsveitin Meginstreymi hélt okkur við efnið á dansgólfinu en þarna eru þeir hinsvegar að hugsa um mat.
Nikkarinn á ættir sínar að rekja hingað í Hnappadalinn.
Heiðurshjónin á Heggstöðum þau Guðmundur og Ásta voru amma hans og afi.
Hann spilaði undir fjöldasöng...........
.........og Lárus stjórnaði og söng af miklum móð.
Það hefur skapast hefð að verðlauna Kolhrepping ársins á þorrablóti. Þetta árið hlaut Ólafur Sigvaldason á Brúarhrauni veðlaunin. Að mati þar til bærra manna sýndi hann skynsemi framar öðrum í sveitinni með því að hætta sauðfjárbúskap. Kaldhæðni............ uuuuu....nei held ekki.
|
Að venju var sýnd eins og ein stórmynd í fullri lengd sem að þessu sinni eins og alltaf var stórfín.
Fólk fær misgóða útreið en enginn slæma sem nokkru nemur. Já sannarlega bara gaman að þessu.
Titill myndarinnar er ,, Á meðal Kolhreppinga,, og fer í sölu innan skamms eins og önnur snildar verk sem líkleg eru til að gera tilkall til Óskars nú eða Golden glób.
Alltaf dáist ég jafn mikið að fólkinu sem leggur heilmikið á sig til að skemmta okkur og gera grín.
Hér á myndinni eru flest þeirra sem komu að verkinu þó sakan ég nokkurra stórleikara sem ekki sáu sér fært að mæta á frumsýninguna.
Að öðrum ólöstuðum þá eru Arnar og Elísabet Haukatungubændur þau sem að hafa stýrt verkinu og eiga sennilega stæðstan þátt í því.
Takk þið öll sem færðuð okkur þessa skemmtun.
Hreppstjóradansinn var stiginn að vanda undir styrkri stjórn Gísla hreppsstjóra.
Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er mannauðurinn hér í sveitunum mikill og hreint ekki ástæða til annars en mikillar bjartsýni hvað það varðar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nokkrar af ungu konunum í sveitinni.
Syðstu Garðar, Haukatunga, Miðgarðar, Hjarðafell, Grund, Hallkelsstaðahlíð og Haukatunga eru bæirnir sem þessar dömur munu prýða.
Já það er gaman að sjá hvað unga fólkinu eru að fjölga, það gefur heldur betur von um t.d öflug þorrablót og hvað eina skemmtielgt.
Spekingar spjalla.............
Hrannar og Maron í stuði og Ósk fylgist með.
Gaman ????
Já mér sýnist það.
Það er eins gott að hafa bílstjórann góðan..................... sérstaklega þegar úti er bylur og ófærð.
Já og sumir leggja meira á sig en aðrir.............. þetta er sko snjómoksturmaður sem vert er að hafa góðan í svona tíðarfari.
Jón að tryggja hann komist heim fyrir vorið...............
Frábært þorrablót með skemmtilegu fólki, góðum mat og brjáluðu veðri.
Þarf eitthvað meira ? Nei.