30.01.2019 21:49
Góðir gestir.
Það er alltaf jafn gaman að fá góða gesti í heimsókn til okkar hér í Hlíðina.
Sumir koma bara til að sýna sig og sjá aðra en flestir sem koma eru annað hvort að skoða hesta nú eða fara á reiðnámskeið.
Hún Kristine okkar kom til að skoða hann Dúr og í hesthúsið. Það fór vel á með þeim Kristine og Dúr eins og sjá má á myndinni.
Dúr er núna á fjórða vetur, faðir hans er Konsert frá Hofi og móðir Snekkja Glotta og Skútudóttir frá Hallkelsstaðahlíð.
Feðginin hress og kát með Dúrinn á milli sín.
Þessi skemmtilegi hópur var hjá okkur í nokkra daga á reiðnámskeiði.
Þau komu hingað gistu í gestahúsunum og fengu kennslu í formi einkatíma.
Að undanförnu hafa komið hingað bæði hópar og einstaklingar í reiðtíma.
Það er frábært að geta boðið uppá kennslu og gistingu í einum pakka.
Ef að ykkur vantar nánari upplýsingar þar um þá endilega hafið samband.
[email protected] nú eða sími 7702025.
Einbeitingin er algjör.............. og mikið er gaman að geta lánað fólki hesta við hæfi hvers og eins.
Og mikið spáð og spekulegrað.
Hryssan á myndinni heitir Dorrit og er snillingur eins og nafna hennar sem bjó eitt sinn á Bessastöðum.
Já það er ekki slæmt að eiga og hafa afnot af nokkurum afkomendum Gusts gamal frá Hóli þegar kenna þarf breiðum hópi nemenda.
Það var aldeilis gaman að fá þessi heiðurshjón í heimsókn til okkar.
Þau eiga hryssu frá okkur sem hefur reynst okkur afar góður ,,sendiherra,,
Það er gaman að segja frá því að það eru aðeins tvö ár síðan eigandinn hætti í stórum hestum og ákvað að fá sér íslenskan hest.
Þar sem að hann hefur fyllt átta tugi þá var ekki sjálfgefið að kynnast nýju hestakyni og njóta þess að læra nýja hluti.
En allt small saman hjá þeim og hafa þau gert það ansi gott saman m.a mætt á mót og sigrað þónokkuð marga keppinauta.
Það var því afar ánægjulegt að taka á móti þeim hjónum en þau dvökdu hjá okkur í gestahúsunum og hryssueigandinn kom í marga reiðtíma.
Ekki skemmdi nú fyrir að frúin var um tíma sauðfjárbóndi í Ameríku og hafið mjög gaman af því að skoða í fjárhúsin hjá okkur.
Hún hafði aldrei séð svona marga sauðaliti eins og hér eru og hugsaði sér því gott til glóðarinnar í lopa kaupum.
Það var að sjálfsögðu tekinn bíltúr og stóðið skoðað.
Á myndinni má sjá bróðir hryssunar og núverandi eiganda hennar ,,spjalla,, saman.
Já heimurinn verður lítill og skemmtilegur þegar sameiginlegt áhugamál kemur fólki saman.