29.01.2019 21:05
Stelpustuð í sveitinni.
![]() |
Ég laumaðist og tók myndir af einum nemanda í einkatíma um daginn.
Það voru svo sem allir kátir með það og alveg til í smá uppstillingu svona í byrjun.
![]() |
Þessar stelpur mættu í sveitina og tóka allar smá gleðistund með honum Fannari.
![]() |
Já hann Fannar er traustsins verður og hefur bara gaman af því að þjónusta flottar dömur.
![]() |
Og taka þátt í áhættu atriðum.............. í miðri kennslustund hjá Mumma.
![]() |
Það má vart á milli sjá hvort er glaðara daman eða Fannar.
![]() |
Það þarf líka að hvetja þetta fólk og vera stuðningurinn á bekkjunum.
Í næstu heimsókn verður hún aðal knapinn.......... maður má nú ekki flýta sér um of í hestamennskunni.
![]() |
Það var nú líka skemmtilegt að sameinast í flottum frænku hittingi í sveitinni.
![]() |
Smá pós fyrir frænku sína.
![]() |
Þessar eru miklar vinkonur og eru þarna að spjalla í rólegheitunum.
![]() |
Ófeigur ellismellur var líka kátur með mikla athygli.
![]() |
Já hann var hreint vaðandi í dömum þennan daginn............... og var svo glaður með það.
![]() |
Innilit til Lóu og Svenna var lika málið og þá er sjálfsagt að smella mynd.
![]() |
Svenni og skvísurnar slá á létta jólastrengi.
Já það er stuð í sveitinni.