29.09.2018 22:01
Hestafjör............ móttaka og kveðjustund.
Við hér í Hlíðinni vorum svo heppin að fá til okkar í heimsókn Christiane Slawik hestaljósmyndara og eiginmann hennar Thomas Fantl.
Horses of Iceland verkefnið bauð þeim í tíu daga ljósmyndaferð til Íslands og fengum við þann heiður að taka á móti þeim í nokkra daga.
Christiane er frá Þýskalandi og hefur 40 ára reynslu í hestaljósmyndun. Hún hefur ferðast um allan heim og myndað hross af mörgum kynjum.
Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að kynnast þeim hjónum og ekki síður verða vitna af því hvernig svona vinna fer fram.
Eins og sjá má þá er fysta myndin á þessu bloggi tekin af Christiane en þessir flottu krakkar komu til okkar í fyrirsætustörf við þetta tækifæri.
Á næstunni munu koma hér inn á síðuna myndir sem teknar voru þessa daga hér í Hlíðinni.
Ég vil benda ykkur á heimasíðu Horses of Iceland en þar má m.a finna margar myndir sem teknar voru meðan á heimsókninni stóð.
https://www.horsesoficeland.is/is/islenski-hesturinn
Eins vil ég benda ykkur sem eruð á fésókinni á að við hér í Hallkelsstaðhlíð erum með facebook síðu á nafninu Hallkelsstaðahlíð.
Þar inni má finna fleiri myndir og einnig videó. Endilega kíkið á okkur þar og splæsið á okkur einu like.
Takk fyrir þið sem hjálpuðu okkur við þetta skemmtielga verkefni.
Á þessari mynd eru Gróa frá Hallkelsstaðahlíð og Gísli Sigurbjörnsson einnig Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir.
Þau Gísli og Hafdís smellut sér svo á bak þegar ,,alvöru,, fyrirsætu störfunum lauk og ég smellti af þeim nokkrum myndum.
Þarna eru þau systkinin á systkinunum Léttlind og Gróu en þau eru bæði unda Létt frá Hallkelsstaðahlíð.
Léttlindur er sonur Hróðs frá Refsstöðum og Gróa unda Glymi frá Skeljabrekku.
Þær myndir komu sér nú aldeilis vel þegar kom að því að segja ykkur næstu fréttir.
Nú í vikunni kvöddum við nokkur hross sem eru að flytja til nýrra eigenda þar á meðal voru bæði Gróa og Léttlindur.
Það vildi svo skemmtilega (nú eða ekki ) til að síðasta daginn sem rukkað var í Hvalfjarðargönginn fór frúin 4 ferðir þar í gegn.
Já það var dagurinn sem að hrossin fóru í læknisskoðun og síðan er flogið til framandi landa.
Glaumgosi frá Hallkelsstaðahlíð sonur Gosa frá Lambastöðum og hennar Glettu okkar.
Skurður frá Hallkelsstaðahlíð undan Vetri frá Hallkelsstaðahlíð og Gefn frá Borgarholti.
Gróa og Sviftingur bíða eftir að það komi að þeim.
Vinirnir Léttlindur og Blástur hafa oft svitnað undan sama hnakki eins og sagt var áður fyrr.
Það táknaði gott samband og vináttu.
Blástur er undan höfðingjanum Gusti frá Hóli og Kolskör minni. Bara svona okkar á milli þá var svolítið erfitt að kveðja þessa kappa.
Fangi og Svarta Sunna eru svolítið hugsi þegar þau kveðja Hlíðina í síðasta sinn nú eða kannski var það bara samferðakona þeirra sem var það.
Fangi er undan Þór frá Þúfu og Andrá frá Hallkelsstaðahlíð en Svarta Sunna er undan Sparisjóði og Bráðlát frá Hallkelsstaðahlíð.
Við óskum nýjum eigendum til hamingju með gripina, óskum þeim góðrar ferðar og vonum að hrossin verði sjálfum sér og okkur til sóma.
Það var ekki nóg með að ég brunaði þessar ferðir í bæinn með söluhross þennan fallega fimmtudag.
Ó nei við Sabrína aðstoðardama brunuðum líka austur fyrir fjall til þess að sækja hana Snekkju en hún heimsótti höfðingjann Ramma frá Búlandi.
Á myndinni má sjá snillinginn frekar stolltan yfir því að skila hryssunni frá sér með rúmlega tveggja mánaða fyli.
Nú bíður Mummi bara og vonast örugglega eftir hryssu næsta vor en Snekkja átti hestfolald undan Goða frá Bjarnarhöfn í vor.
Hann hlaut nafnið Kuggur og hafði heldur betur stækkað á suðurlandinu í sumar.
Gott í bili en flottu myndirnar fara nú alveg að sýna sig.