19.09.2018 22:08
Réttar rokk.
Við hér í Hlíðinni þökkum vinum og ættingju fyrir frábæra aðstoð í smalamennskum og réttum árið 2018.
Það er ómetanlegt að eiga ykkur að þegar að þessu stússi kemur.
Smali, eldhúsdama, hestasveinn, bílstjóri, snattari, skemmtikraftur það er sama hver þið eruð, öll dásamleg og ómissandi.
Bæði gagn og gaman það er góð blanda kæru snillingar. Enn og aftur takk fyrir.
Þetta árið gengu leitir og réttir afar vel fyrir utan eitt leiðinda óhapp þegar einn af smölunum okkar slasaðist á fæti.
Sem betur fer gerðist þetta þó þegar við vorum rétt að koma heim en ekki uppí fjalli. Úr því að þetta þurfti að gerast.
Alltaf ömurlegt þegar svona hendir en smalinn er hraustur og kemur vonandi tvíefldur á rauða dregilinn hjá okkur næsta ár.
VIð sendum okkar bestu kveðjur ,,yfir og út,, eins og við sögðum í leitinni með óskum um skjótan og góðan bata.
Það er að mörgu að hyggja þegar farið er í leitir, þessar tvær eru ósmissandi fyrir mig.
Hlíðin mín og talstöðin.
Við vorum ótrúlega heppin með veðrið þessa viku sem fjörið stóð.
Þarna má sjá Sandfellið sóla sig rétt fyrir sólarlagið á miðvikudeginum.
Þessir eru að leggja af stað í Oddastaðafjall og Ponsa til þjónustu reiðubúin.
Hrannar og Rifa í klettaklifri.
Og fleiri bætast í hópinn.
Þó svo að ekki sjáist margar kindur á þessari mynd þá var sögulegur fjöldi þegar við rákum inn.
En við höfum undanfarin ár rekið inn það fé sem kemur úr smalamennskunni fyrstu tvo dagana og dregið ókunnugt frá.
Það gerum við til að möguleiki sé að koma öllu fé inní rétt á sunnudeginum þegar allt hefur verið smalað.
Hlíðinn er brött.
Þessi fer á hjóli í fjallið og stundum er stund til að slaka á.
|
Þetta er hinsvegar herdeildin sem reið til fjalla að sunnanverðu og smalaði þar.
Við voru reyndar mikið fleiri en hinir náðust ekki á mynd..........
Þessir bræður eru öflugir smalar og hér sjást þeir undirbúa sig fyrir fjörið.
Ragnar fer í Giljatungurnar en Kolbeinn á Djúpadalinn.
Þessir bræður stóðu sig vel eins og við var að búast og það gerði líka höfðinginn Straumur frá Skrúð.
Maron og Molli sko MMin tvö að leggja í ann.
|
Þessar sætu skvisur voru hressar að vanda og klárar í smalamennskuna.
Svenna leiðist nú ekki að hafa uppáhalds Gróuna við eldhúsborðið með sér.
Hilmar og Herdís eru heldur betur ómissandi í Giljatungurnar.
Magnús Hallsson slakar á og er brosandi eins og alltaf þessi elska.
Bræður.
Og fjórhjólabræður..............þessir smala saman að norðanverðu.
Atli og Hrannar ræða málin.
Hörður í Vífilsdal að smala hér í fyrsta sinn.
Ósk, Gulla og Stella nutu sín vel eins og vera ber.
Frænkurnar Svandís Sif og Lóa.
Lóa með krakkana Björgu og Hrannar.
Það er alltaf stuð í Vörðufellsrétt, þessar voru hressar.
Meiri krúttin þessi tvö.
Og líka þessi.
Þessir bræður hafa alltaf verið góðir grannar okkar í Hlíðinni jafnvel þó svo að þeir hafi flutt sig um set.
Fyrst á meðan þeir bjuggu á Höfða, síðan þegar Hjalti bjó á Vörðufelli og Siggi á Leiti.
Og enn þann dag í dag þó svo að annar búi í Stykkishólmi en hinn í Borgarnesi.
Já við eigum margar góðar minningar um skemmtilegar heimsóknir og hestaferðir saman.
Hér eru svo fyrrverandi og núverandi ábúandi á Vörðufelli.
Þessar dömur mættu í Vörðufellsréttina, Stella, Stína og Hesdís ræða málin.
Sabrína og Ósk.
Þóra og Halldís spá í spilin.
Mæðgur mættar í réttir.
Litli Hallur og stóri Hallur................hefur loðað við þá í áratugi eða alveg frá kúasmala árunum í Hlíðinni.
Þessum köppum leiðist ekki að hittast og gera grín.
Rekið á milli dilka.
Brosmild í réttunum þessi.
Herdís og Jóel Jónasarbörn.
Hildur, Júlíana og Gulla.
Kindasálfræðingurinn að störfum.
Emmubergsmæðgur.
Það var blíðan.
Frændur.
Spekingar spá.
Feðgar telja....................og telja.
Þegar þetta er skrifað hefru fjörið staðið yfir frá því á miðvikudegi með smalamennskum, réttum og ýmsu fjöri.
Það var sem sagt í dag sem að 600 lömb brunuðu norður á Sauðárkrók og með því lauk þessari vikutörn.
En pásan er ekki löng því að smalamennskur halda áfram enn um sinn og stúss sem að þeim fylgir.
Ég á hinsvegar mikið magn af myndum sem teknar voru og bíða þess að birtast hér á síðunni.
Já krakkar á næstu dögum koma inn myndir úr fleiri réttum og að sjálfsögðu réttarpartýinu góða.