10.09.2018 22:09
Svignaskarðarétt 2018.
![]() |
Það var dásamleg blíða í réttunum sem fram fóru hér á vesturlandinu í dag.
Hér koma svipmyndir frá hátíðinni í Svignaskarði sem fór að venju afar vel fram.
Við hér í Hlíðinni brunuðum og gerðum okkar skil fyrir hönd Kolhreppinga.
Það var létt yfir mannskapnum og voru réttirnar jafnvel notaðar til að sverma fyrir tíma í klippingu.
Já það mæta allir á svona hátíðir sem réttirnar eru, tamningamenn, hárskerar og allavega fólk.
Þorgeir, Skúli og Auður Ásta í stuði.
![]() |
Þessar frænkur voru flottar að vanda Elísabet, Heiða Dís og Guðrún allar Fjeldsted.
![]() |
Skvísurnar í Laxholti nutu sín í fjörinu.
![]() |
Það gerðu líka heiðurshjónin þar á bæ.
![]() |
Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessi tvö.
![]() |
Þrír ættliðir úr Rauðanesi.
![]() |
Hugsandi menn.
![]() |
Þessar flottu dömur voru sjálgefið myndefni.
![]() |
Lilla er alltaf í flottustu peysunni og líka í dag.
![]() |
Haukur á Vatnsenda, Steini Vigg og Helga spá í spilin.
![]() |
Þórarinn frá Hamri var að sjálfsögðu mættur.
![]() |
Einar í Túni tók tilboðið tveir fyrir einn.....................
![]() |
Guðríður, Stefán og Ásgeir fylgjast með á kantinum.
![]() |
Svo brosmildar dömur.
![]() |
Haukur og Steini.
![]() |
Allt að gerast.
![]() |
Brekkubændur voru brosmildir enda ekkert annað í stöðunni.
![]() |
Farið að síga á seinni hlutann.
![]() |
Og réttin rétt að verða búin.
![]() |
Spáð í spilin.
![]() |
Og staðan tekin.
![]() |
Jóhanna í Laxholti fann þennan flotta grip og vippaði í dilkinn.
Já þetta var góður dagur rétt eins og þeir eiga að vera.