28.08.2018 17:30
Draumaferð ársins................
![]() |
Það er gaman í vinnunni og þegar vinnan og leikur blandast saman verður stórkostlegt.
Já hún var hreint stórkostleg hestaferðin sem við fóru í um daginn.
Skemmtilegt fólk, góðir hestar og allt gekk svo ljómandi vel. Hvað er hægt að hafa það betra ?
Hér má sjá hópinn saman kominn í túnfætinum á Höfða en þarna erum við á leiðinni heim.
Einhver tæknisnillingurinn í ferðinni fann út að best væri að stilla myndavélin til þess að ná öllum saman.
Það gekk vel að mestu leiti aðeins einn snéri sér undan.................sko Freyja hundur.
Vika fór í ferðina sem farin var í stuttu máli milli fjalls og fjöru.
Hér á eftir gefur að líta myndir sem teknar voru í ferðinni og fanga bara stemminguna nokkuð vel.
Annað eins safn kemur síðar en nokkrir ljósmyndarar eiga heiðurinn af þessu.
![]() |
Sólin á Kolbeinsstöðum er dásamleg enda nutu Mummi og Brá hennar vel.
![]() |
Allir að verða klárir í hnakkinn Jonni, Erla og Elvan alveg með þetta.
![]() |
Frú Auður með allt undir kontról.
![]() |
Linda og Sabrina bíða eftir brottför frá Kolbeinsstöðum.
![]() |
Það gera líka Maron. Skúli og Gróa.
![]() |
Sennilega er Auður að senda Svenna skilaboð................ hann er svo langt í burtu.
![]() |
Þessi Svenni yngdist upp um hálfa öld við að fá svona flottan einkabílstjóra.
Það er ekki nokkur ráðherrabílstjóri sem toppar þennan.
![]() |
Það var glimrandi gangur þegar við fórum frá Kolbeinsstöðum að þessu sinni og enginn hestur með teljandi vandræði.
Svolítið annar bragur en síðast þegar við þurftum á hjálp íþróttaálfsins að halda.
![]() |
Lestin þétt og allir í stuði.
![]() |
Við komun heim á kvöldin og höfðum það gott, hér spjalla spekingar um daginn og veginn.
![]() |
Þessar skuttlur úr Garðabænum áttu fyrsta kvöldið í eldhúsinu.
![]() |
Og þessar nutu sín í blíðunni.
![]() |
Já já við skulum vera spök............. þessi með allt á hreinu.
![]() |
Blíðan við Laugargerði er heimsfræg og klikkað ekki að þessu sinni.
![]() |
Gróa og Gróa.
![]() |
Alltaf stuð í Kolviðarnesi, þarna má sjá kokkinn og lærlinginn. Nánar um það síðar.
![]() |
Þessar dömur kátar.
![]() |
Bakkabræður........... nei reyndar ekki en þetta eru klárlega stígvélabræður.
Þeir voru kátir með sig svona rétt áður en riðið var í árnar.
![]() |
Og ekki skorti áhorfendurna................
![]() |
............
![]() |
Staðan tekin í Stakkhamarsnesinu, sokkarnir undnir og sumir þurftu að losa úr stígvélunum.
![]() |
Alltaf svo gaman að koma til þeirra heiðurshjóna Gumma og Oddnýjar.
![]() |
Höfðingjar heima að sækja.
![]() |
Hér er dagleiðin gerð upp og spáð í þá næstu.
![]() |
Sennilega er Hulda að lesa þessum herra pistilinn........ hann er allavega niðurlútur.
![]() |
En það er bjart yfir þessum.
![]() |
Góður staður til að hvíla lúin bein.
![]() |
Guðný og Hafgola ræða málin á sinn hátt.
![]() |
Guðný á marga góða vini hér eru nokkrir af þeim.
![]() |
Gaman hjá þessum.
![]() |
Og þessum líka.
![]() |
Auður veit ekki að Freyja er í áfengisvarnarráði...............
![]() |
Hvað þarf marga til að skipta um dekk ???
Þrjá kalla og enga konu.
![]() |
Járningaþjónustan var opin.
![]() |
Og sérfræðingar á hverju strái.
![]() |
,,Mummi veistu hverjir eru bestir,, ??
![]() |
Í trúnaði sagt.................við.
![]() |
Svona eru matartímarnir í hestaferð.
![]() |
Allir elska ömmu Stínu, þarf að vera með í hverri ferð. Dásamleg.
![]() |
Það er gott að stoppa í túnfætinum á Höfða rifja upp góðar minningar og borða nestið.
![]() |
Fullt af veitingum í boði og allir slakir.
![]() |
Og sumir meira slakir en aðrir.
![]() |
Skúli og Maron að ræða eitthvað sem Klaka litla finnst frekar óspennandi.
![]() |
Kristín Rut var í stuði alla ferðina, hér er það pabbaknús.
![]() |
Fannar og Guðný Dís taka stöðuna.
Já þetta er smá sýnishorn frá dásamlegum dögum sem við áttu saman í hestaferð.
Fleiri myndir koma fljóttlega.