29.07.2018 15:50
Föstudagurinn 27 júlí var afmælisdagur Ragnars heitins frænda míns en þá hefði hann orðið 85 ára.
Af því tilefni komum við nokkur úr fjölskyldunni saman og heiðruðum minningu hans.
Ragnar hafði fyrir löngu ákveðið að láta brenna sig og að öskunni yrði dreift á einum af uppáhaldsstöðum hans í Hafurstaðafjalli.
Það var því upplagt að gera það þennan fallegasta og besta dag sumarsins. Logn, sól og blíða, meira að segja allan daginn.
Á þessari mynd má sjá hluta þeirra sem mættu og fylgdu honum ,,heim,,
Svona til að flestir fái viðunandi mynd af sér er rétta að setja inn nokkrar.............
............og þá verða flestir flottir.
Bræðurnir Kolbeinn og Ragnar taka stöðuna.
Mummi og Ragnar spá í að bæta metið uppá Múla........... Mummi á það enn.......
Þessir voru ekkert að huga um svoleiðis met.
Rökræður...................
Hver haldið þið að hafi unnið ??.....................
Allir út að skoða sólin ekki svo oft sem hún nú sést.
|
|
|
|
|
|
|
|
Sólarmegin.
Besta sætið.
Hér er mannskapurinn kominn suður að Hafurstöðum.
Skúli og Jóel eru orðnir óvanir að horfa á sólina.
Elsa Petra, Svandís Sif og Sverrir Haukur að kanna rústirnar á Hafurstöðum.
Halldís, Lóa og Stella njóta lífsins.
Frú Björg er sólarmegin.
Hallur og Sveinbjörn njóta útsýnisins af Snoppunni.
Hjörtur og Heiðdís á röltinu.
Það rifjast margt upp..................
Lóa og minningarnar............... hátt í 90 ár hafa nú ýmislegt að geyma.
Ungar dömur taka á rás................
.............og frændi gefur ekkert eftir og tekur stefnuna.
Gaman saman við brunninn.
Hrannar, Halldís og Þóra.
Ragnar með Stellu og Lóu sér við hlið.
Frændurnir Halldór og Ragnar.
Það er nú það.
Lóa og Hallur á Naustum.
Þessi kunnu vel að meta fjallaloftið.
Líka þessi.
Það var alveg einstakt og mjög gaman að sjá þennan flotta heiðursvörð sem tók sér stöðu á brúninni fyrir ofan þann stað sem Raganr hafið valið.
Mjög viðeigandi á þessum fallega afmælisdegi að hestarnir kæmu við sögu.
Fallegt var veðrið þennan dag.
Og viðeigandi fyrir fjallaferðir..................
Þessi stóð vaktin í hliðinu þegar bílarnir fóru í gegn.
Eftir ferðina í Hafurstaðafjallið var viðeigandi að drekka saman kaffi og spjalla.
Og sjálfsagt að hafa með því rjómatertur með koktelávöxtum, brúntertu og hveitibrauð.
Þannig hefði nú Ragnar kunnað að meta það.
Mummi og Jóel slaka á eftir kaffið.
Sólskinsbros í sólinni, tja nema Hrannar........... svolítið skuggalegur.
Þessi síðasta mynd segir heilmikið um það hvernig dagurinn var.
Allir ánægðir með hvernig til tókst og veðrið sannarlega það besta sem í boði hefur verið í sumar.
Ég er sannfærð um að Ragnar hefur haft áhrif til að gera þennan dag svona vel heppnaðan.
Til hamingju með 85 ára afmælið, já og velkominn heim.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir