21.06.2018 22:13

Og það kom sól..............

 

Þó svo að myndgæðin séu kannski ekki 100% þá er gaman að taka myndir sem eldast vel.

Já eftir nokkur ár verður gaman að skoða þessa mynd og spá í hvert framhaldið verður með hvern grip.

Á myndinni er hún Kolskör mín með fjórar dætur sínar, hún er undan Dósent frá Brún og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

F.v Hafgola undan Blæ frá Torfunesi, Kolrún undan Arði frá Brautarholti, þá Kolskör sjálf, Gangskör undan Adam frá Ásmundarstöðum og Hlíð undan Glymi frá Skeljabrekku.

Allar þessar mæðgur í miklu uppáhaldi hjá mér.

Um að gera nota blíðuna til myndatöku jafnvel þó það sé bara með símanum.

 

 

Það er líka upplagt að mynda spjallandi kalla undir vegg á svona degi.

Þeir sátu þarna og ræddu heimsmálin en hálf fældust þegar ég smellti af þeim mynd.

Mummi, Skúli og meistari Hörður voru hressir.

 

 

Það gat ekki verið betra veður til að gelda en boðið var uppá í gær.

Hjalti mætti galvaskur í verkið og var fljótur að framkvæma verknaðinn.

 

 

Sumir bara komnir á stutterma............... já það getur hlýnað í Hlíðinni.

 

 

Slökun í sólinni eftir að folarnir voru búnir en þá var komið að því að ,,herraklippa,, meindýraeyða búsins.

Af einskærri tillitsemi birti ég ekki myndir af þeim enda frekar fram lágir eftir fyrsta ,,fyllirí,, lífsins.

 

Já sumir dagar færa okkur sól en aðrir ekki sól en svolítið af vætu.